Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 12. febrúar 2021 12:05
Magnús Már Einarsson
Gunnar á völlum spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Gunnar Sigurðarson.
Gunnar Sigurðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Liverpool kemst aftur á sigurbraut ef spá Gunnars rætist.
Liverpool kemst aftur á sigurbraut ef spá Gunnars rætist.
Mynd: Getty Images
Topplið Manchester City býður upp á markaveislu samkvæmt spánni.
Topplið Manchester City býður upp á markaveislu samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Chelsea rúllar yfir Newcastle samkvæmt spá Gunnars.
Chelsea rúllar yfir Newcastle samkvæmt spá Gunnars.
Mynd: Getty Images
Brynjólfur Andersen Willumsson var með þrjá rétta þegar hann spáði í leikina í ensku úrvalsdeildinni í síðustu viku.

Gunnar Sigurðarson, Gunnar á völlum, er í spámannssætinu fyrir þessa helgi.



Leicester 1 - 2 Liverpool (12:30 í dag)
Gríðarlegur gambítur hér á ferð. Refurinn Vardy að komast á lappir og mun, í einhverri mynd, reyna að rífa sjúka vörn Liverpool í sig. En ólíkt Liverpool þá eiga Refir enn möguleika á titli heima fyrir og eyddu miklu púðri í vikunni að tryggja sig áfram í 8 liða úrslit bikars. Á sama tíma þarf Liverpool að vera með ferskar táslur fyrir einvígið við RB Leipzig á þriðjudaginn. Vafasamt Var tryggir Liverpool sigur í ömurlega leiðinlegum leik.

Crystal Palace 1 - 1 Burnley (15:00 í dag)
Burnley skeit duglega í bikar í vikunni gegn Bournemouth og hefur því einungis eitt verkefni fyrir stafni, að tryggja sæti sitt í deildinni. Það er samt kjánalegt að spá einhverju öðru en jafntefli.

Manchester City 5 - 2 Tottenham (17:30 í dag)
Síðasta skiptið sem að City tapaði leik var gegn Tottenham í nóvember á síðasta ári í leik sem þeir Morinhouðu yfir sig og urðu Englandsmeistarar í fyrsta skiptið í 60 ár. Hafa síðan verið meira og minna að Tottenhama sig. Þetta er ekki í síðasta skiptið sem City mun niðurlægja Tottenham á þessari leiktíð.

Brighton & Hove Albion 1 - 0 Aston Villa (20:00 í dag)
Við blasir að Aston Villa er eins og áfengissjúka frænkan í fjölskyldunni. Þú hefur litla hugmynd hvernig frænkan verður í næsta fjölskylduboði. Það kæmi ekki á óvart að það væri þungt í henni að þessu sinni.

Southampton 2 - 0 Wolves (12:00 á morgun)
Fimm tapleikir í röð í deildinni hjá Dýrlingum en smelltu Úlfunum úr bikar í vikunni. Saltið í sárið hjá Úlfum þessa vikuna verður annar sambærilegur skellur.

West Brom 1 - 0 Manchester Utd (14:00 á morgun)
Það vita það allir að Man. Utd er að fara landa þessu með tveimur til þremur mörkum en það er bara svo ógeðslega leiðinlegt að henda slíkri spá fram. Hér fórnum við okkur fyrir málstaðinn og sláum í veislu fyrir alla sem hata Man. Utd.

Arsenal 3 - 3 Leeds (16:30 á morgun)
Það er ekkert annað í hendi en að hér verði stuð á balli. Það eru alltaf mörk í leikjum Leeds ef frá er talinn einn leikur, einmitt þegar þessi lið mættust á Elland í nóvember. Ég ætla að setja 12 þúsund krónur á að leikurinn fari 3-3

Everton 2 - 0 Fulham (19:00 á morgun)
Góður nagli í fallkistu Fulham og fátt annað að segja um þennan mjög svo óáhugaverða leik. Mögulega leiðinlegasta leik á Englandi þessa vikuna, ef frá er talinn viðbjóðslegi gjörningurinn sem á sér stað þegar Skítfuglinn fær Stoke í heimsókn.

West Ham 2 - 2 Sheff. Utd. (18:00 á mánudag)
Þetta er leikur. Það verður að gefa Sheffield það að í síðustu leikjum hafa þeim verið að gefa liðum alvöru leiki. Komnir í 8-liða úrslit í bikar, vita að þeir eru á leiðinni niður og eru bara á góðum stað í lífinu.

Chelsea 3 - 0 Newcastle (20:00 á mánudag)
Engar áhyggjur af þessum leik. Það er ekkert að koma í veg fyrir þessi úrslit. Ég er mjög næmur þessa dagana og því gott að geta miðlað því áfram.

Fyrri spámenn
Tómas Þór Þórðarson - 8 réttir
Haukur Harðarson - 7 réttir
Siggi Bond - 7 réttir
Auðunn Blöndal - 6 réttir (Einn frestaður)
Bjarni Þór Viðarsson - 6 réttir
Björn Bragi Arnarsson - 6 réttir
Sóli Hólm - 6 réttir
Gummi Ben - 5 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 5 réttir
Sara Björk Gunnarsdóttir - 5 réttir
Sölvi Tryggvason - 5 réttir
Elísa Viðarsdóttir - 4 réttir
Þorlákur Árnason - 4 réttir
Gunnar Birgisson - 4 réttir
Kristján Óli Sigurðsson - 4 réttir
Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir - 3 réttir (einn frestaður)
Birkir Már Sævarsson - 3 réttir
Brynjólfur Andersen Willumsson - 3 réttir
Herra Hnetusmjör - 3 réttir
Ingibjörg Sigurðardóttir - 3 réttir
Steindi Jr. - 3 réttir
Villi í Steve Dagskrá - 3 réttir
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner