Þorlákur Árnason var með fjóra rétta þegar hann spáði í leikina í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.
Íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson spáir í leikina að þessu sinni. Gummi er að fara af stað með skemmtiþáttinn „Föstudagskvöld" á Stöð 2 í kvöld ásamt Sóla Hólm.
Íþróttafréttamaðurinn Guðmundur Benediktsson spáir í leikina að þessu sinni. Gummi er að fara af stað með skemmtiþáttinn „Föstudagskvöld" á Stöð 2 í kvöld ásamt Sóla Hólm.
Brighton 2 - 0 Burnley (17:30 í dag)
Brighton er skemmtilegt fótboltalið, það hefur samt ekki skilað mörgum stigum hingað til. Þeir vinna botnlið Burnley sem er líklega án Jóa Berg. 2-0, 2-1 ef Jói spilar.
Southampton 3 - 1 Newcastle (20:00 í dag)
Áfall fyrir Dýrlingana að missa Ings í meiðsli en hef sat trú á þeim í þessum leik, taka þetta 3-1.
Everton 2 - 2 Manchester United (12:30 á morgun)
Bláa liðið í bítlaborginni hefur aðeins verið að gefa eftir og MU hefur ekki haft neitt til að gefa eftir í deildinni. Spái laufléttu jafntefli á Goodison, líklega mörk og smá læti.
Crystal Palace 1 - 2 Leeds (15:00 á morgun)
Jöfn að stigum en það breytist, sé Leeds taka 3 stig hér eftir áfallið í síðustu umferð,
Chelsea 3 - 0 Sheffield United (17:30 á morgun)
Þægilegur heimasigur, Werner, Ziyech og Havertz eru að aðlagast betur og betur, öruggt 3-0.
West Ham 2 - 0 Fulham (20:00 á morgun)
Fulham vann sinn eina leik í þessum mánuði á mánudag, öruggur WH sigur.
WBA 1 - 3 Tottenham (12:00 á sunnudag)
Væri aðeins Spurs-legt að vinna ekki þennan en spái þeim samt sigri.
Leichester 2 - 3 Wolves (14:00 á sunnudag)
Skemmtilegasti leikur umferðarinnar, sigurmark hjá Úlfunum í blálokin 2-3 þar sem Mexikói skorar sigurmarkið.
Manchester City 3 - 3 Liverpool (16:30 á sunnudag)
Tvö bestu lið deildarinnar, fáum opinn leik og slatta af mörkum og jafnvel tvö rauð spjöld, 3-3 sanngjörn úrslit.
Arsenal 4 - 0 Aston Villa (19:15 á sunnudag)
Öruggur heimasigur, Villa blaðran er sprungin og allir framherjar Arsenal skora í þessum leik.
Fyrri spámenn
Sóli Hólm - 6 réttir
Logi Bergmann Eiðsson - 5 réttir
Sara Björk Gunnarsdóttir - 5 réttir
Sölvi Tryggvason - 5 réttir
Þorlákur Árnason - 4 réttir
Birkir Már Sævarsson - 3 réttir
Steindi Jr. - 3 réttir
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 3 | 3 | 0 | 0 | 8 | 4 | +4 | 9 |
2 | Chelsea | 3 | 2 | 1 | 0 | 7 | 1 | +6 | 7 |
3 | Arsenal | 3 | 2 | 0 | 1 | 6 | 1 | +5 | 6 |
4 | Tottenham | 3 | 2 | 0 | 1 | 5 | 1 | +4 | 6 |
5 | Everton | 3 | 2 | 0 | 1 | 5 | 3 | +2 | 6 |
6 | Sunderland | 3 | 2 | 0 | 1 | 5 | 3 | +2 | 6 |
7 | Bournemouth | 3 | 2 | 0 | 1 | 4 | 4 | 0 | 6 |
8 | Crystal Palace | 3 | 1 | 2 | 0 | 4 | 1 | +3 | 5 |
9 | Man Utd | 3 | 1 | 1 | 1 | 4 | 4 | 0 | 4 |
10 | Nott. Forest | 3 | 1 | 1 | 1 | 4 | 5 | -1 | 4 |
11 | Brighton | 3 | 1 | 1 | 1 | 3 | 4 | -1 | 4 |
12 | Leeds | 3 | 1 | 1 | 1 | 1 | 5 | -4 | 4 |
13 | Man City | 3 | 1 | 0 | 2 | 5 | 4 | +1 | 3 |
14 | Burnley | 3 | 1 | 0 | 2 | 4 | 6 | -2 | 3 |
15 | Brentford | 3 | 1 | 0 | 2 | 3 | 5 | -2 | 3 |
16 | West Ham | 3 | 1 | 0 | 2 | 4 | 8 | -4 | 3 |
17 | Newcastle | 3 | 0 | 2 | 1 | 2 | 3 | -1 | 2 |
18 | Fulham | 3 | 0 | 2 | 1 | 2 | 4 | -2 | 2 |
19 | Aston Villa | 3 | 0 | 1 | 2 | 0 | 4 | -4 | 1 |
20 | Wolves | 3 | 0 | 0 | 3 | 2 | 8 | -6 | 0 |
Athugasemdir