Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 20. febrúar 2024 10:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Býst við að það verði áfram áhugi á Mikael í næsta glugga
Mikael Anderson.
Mikael Anderson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var mikill áhugi á íslenska landsliðsmanninum Mikael Anderson í janúarglugganum en hann endaði á því að vera áfram hjá AGF í Danmörku.

Hann hefur fest sig í sessi sem algjör lykilmaður í liði AGF og er hann einn besti kantmaðurinn í dönsku úrvalsdeildinni.

Kortrijk í Belgíu og Lecce á Ítalíu sýndu honum mikinn áhuga áður en janúarglugginn lokaði, en AGF hafnaði hins vegar öllum tilboðum sem voru gerð.

Mikael, sem er 25 ára gamall, á tvö ár eftir af samningi sínum við AGF. Hann hafði sjálfur áhuga á því að fara í stærri deild en verður áfram í Danmörku fram á sumar að minnsta kosti.

Stig Inge Björnebye, yfirmaður fótboltamála hjá AGF, ræddi við Viaplay um landsliðsmanninn og sagði þar að hann væri að búast við því að áhuginn yrði aftur mikill á leikmanninum í sumar.

„Það hefur verið rætt um Mikael í síðustu tveimur félagaskiptagluggum og það verður líklega áfram þannig í næsta glugga. Hann er metnaðarfullur og heillandi leikmaður," segir Björnebye.

„Mikael spilar hér í dag og hann er auðvitað mikilvægur hluti af okkar liði. Við erum ánægðir að það sé áhugi á okkar leikmönnum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner