Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 20. febrúar 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fleiri áhorfendur í næstefstu deild heldur en þeirri efstu
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Áhugaverð tölfræði hefur sprottið upp eftir leiki helgarinnar í þýska boltanum, þar sem í ljós kom að fleiri áhorfendur mættu á leiki í næstefstu deild heldur en þeirri efstu.

Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem þetta gerist í Þýskalandi, þar sem 284,643 áhorfendur keyptu miða á leiki í 2. Bundesliga á meðan 261,099 áhorfendur keyptu miða á leiki í Bundesliga.

Fyrrum efstudeildarfélögin Schalke, Hertha Berlin, Nürnberg og Hannover áttu öll heimaleiki í næstefstu deild á meðan lið með smærri áhorfendafjölda áttu heimaleiki í efstu deild, svo sem Darmstadt, Hoffenheim, Heidenheim og Wolfsburg. Þá áttu FC Bayern og Borussia Dortmund útileiki.


Athugasemdir
banner
banner
banner