Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   lau 20. mars 2021 21:54
Victor Pálsson
England: Brighton fór létt með slakt lið Newcastle
Brighton 3 - 0 Newcastle
1-0 Leandro Trossard ('45 )
2-0 Danny Welbeck ('51 )
3-0 Neal Maupay ('68 )

Newcastle er heldur betur að sogast niður í erfiða fallbaráttu á Englandi en liðið hefur lítið sem ekkert getað síðustu vikur.

Newcastle heimsótti Brighton í fallbaráttuslag í kvöld og steinlá með þremur mörkum gegn engu.

Brighton var miklu betri aðilinn í leik kvöldsins og átti sigurinn fullkomlega skilið að lokum.

Öll mörk heimaliðsins voru ansi lagleg en þeir Leandro Trossard, Danny Welbeck og Neal Maupay skoruðu.

Brighton var að vinna sinn annan deildarleik í röð og er nú sex stigum frá fallsæti eftir 29 leiki.

Newcastle er hins vegar aðeins tveimur stigum á undan Fulham sem er í fallsæti en á þó leik til góða.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner