Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mán 20. apríl 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Jóhann Árni Gunnarsson (Fjölnir)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Finnur Tómas Pálmason.
Finnur Tómas Pálmason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Páll Snorrason.
Ólafur Páll Snorrason.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Valgeir Lunddal.
Valgeir Lunddal.
Mynd: Valur
Rasmus Christiansen.
Rasmus Christiansen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Árni Gunnarsson er eins og margir vita fæddur árið 2001. Hann steig sín fyrstu skref með Fjölni árið 2018 í efstu deild.

Í fyrra var hann lykilmaður í liði Fjölnis sem tryggði sér sæti í efstu deild á ný eftir að hafa fallið árið áður. Jóhann var, fyrir frammistöðu sína, valinn í lið ársins í Inkasso-deildinni árið 2019. Hann sýnir í dag á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Jóhann Árni Gunnarsson

Gælunafn: Jói , hata jói01

Aldur: 19 ára

Hjúskaparstaða: í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Bose mótinu 2017, 16 ára.

Uppáhalds drykkur: ískalt vatn og stundum Fanta

Uppáhalds matsölustaður: Nandos

Hvernig bíl áttu: mongoose hjólið bara

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: the inbeetweners og Brooklyn nine nine

Uppáhalds tónlistarmaður: Travis Scott og Aron can

Fyndnasti Íslendingurinn: Brjánn Breki

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: jarðarber mars og þrist

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: postur til thin varðandi skolann eftir paska.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Haukum hata Ásvelli.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Daishawn Redan í u17 hjá Hollandi hann hló af okkur.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Hallur Hallsson og margir aðrir

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Finnur Tómas í KR útaf hann er svo ljótur.

Sætasti sigurinn: vinna Íslandsmótið í 3. fl á móti Breiðablik.

Mestu vonbrigðin: að meiðast rétt fyrir pepsi 2018 eftir glórulausa tæklingu á Spáni frá Igor Ruslovic

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Óttar Magnús.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Ísak Bergmann

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Ólafur Páll Snorrason þótt hann sé hættur fáránlega flottur gæi.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Ísabella kærastan mín er efnilegur bakvörður

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: allir á föstu í Fjölni örugglega bara Kristall Máni með mér í U19 sá er rosalegur með dömurnar.

Uppáhalds staður á Íslandi: heima og Egilshöll

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: síðasta sumar á móti Þór þurfti ég að biðja um skiptingu vegna þess að ég var bókstaflega að kúka í mig.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: horfi á einn Brooklyn nine nine

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: já golfi

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: nike vapor

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: stærðfræði

Vandræðalegasta augnablik: örugglega bara nýliðavígslan í fjölni þurfti að gera eftirhermu af Óla Palla fyrir framan hann það var ekkert spes.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Valgeir Lunddal í Val, Torfa í fjölni og Finn Tómas í KR . Torfi myndi bjarga okkur hinir eru bara fyrir banterinn.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig:

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: örugglega Rasmus sem er í Val núna vissi ekkert hver þetta var þegar hann kom en þvílíkur toppmaður!

Hverju laugstu síðast: Valgeir spurði mig hvort hárið á honum væri farið að þynnast ég sagði nei sem var lygi.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: upphitun

Nú er tími Covid-19 hvernig er “venjulegur” dagur:
Vakna og fer í rafræna tíma í skólanum svo tek ég æfingu sjálfur. Á kvöldin er það bara potturinn fifa og eihv rólegt.

Athugasemdir
banner
banner