Raphinha hefur átt stórkostlegt tímabil með Barcelona. Hann skoraði tvennu og tryggði liðinu endurkomusigur gegn Celta Vigo í gær.
Hann hefur skorað 30 mörk á tímabilinu og heilt yfir 50 mörk síðan hann gekk til liðs við félagið frá Leeds árið 2022.
Hann hefur skorað 30 mörk á tímabilinu og heilt yfir 50 mörk síðan hann gekk til liðs við félagið frá Leeds árið 2022.
„Ég er ekki hetjan, það er liðið. Að skora 50 mörk á innan við þremur árum er mjög sérstakt fyrir mig. Ég átti ekki von á þessu í mínum viltustu draumum," sagði Raphinha.
Barcelona er á toppi spænsku deildarinnar með sjö stiga forystu á Real Madrid sem á leik til góða gegn Athletic Bilbao í kvöld.
Athugasemdir