Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mán 20. maí 2024 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar um Jason: Eigum að tala við bestu leikmennina
Jason Daði Svanþórsson.
Jason Daði Svanþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og fjallað var um í gær þá hafa Íslands- og bikarmeistarar Víkings rætt við Jason Daða Svanþórsson, einn besta leikmann Breiðabliks. Samningur Jasons við Breiðabliks rennur út eftir tímabilið og mega önnur félög byrja að ræða við hann núna.

Víkingur getur reynt að ná samkomulagi við Jason um að ganga í raðir félagsins eftir tímabilið.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var spurður út í þessi tíðindi eftir 1-4 sigur gegn Vestra í Bestu deildinni í dag. Sagði hann þá:

„Alltaf þegar bestu leikmenn landsins eru að renna út á samningi, þá eigum við að heyra í þeim. Blikar gera það örugglega með okkar stráka og KR-ingar með okkar stráka. Þannig er þetta bara. Við heyrðum í honum og svo kemur það í ljós hvort það tekst."

„Allir bestu leikmennirnir, við eigum bara að tala við þá. Líka strákarnir sem eru að koma heim. Svo velja þeir bara."

„Allir góðir leikmenn myndu hjálpa okkur, en það er langur vegur frá því. Ég ætla ekki að pæla í þessu. Það var ákveðið símtal sem Kári (Árnason, yfirmaður fótboltamála hjá Víkingi) átti. Svo kemur í ljós í haust hvað hann velur."

Jason er 24 ára og er með tvö mörk og eina stoðsendingu í Bestu deildinni til þessa.
Arnar: Einn sá besti en De Bruyne og Foden spila ekki alla leiki
Athugasemdir
banner
banner