Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
   lau 18. maí 2024 20:55
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Víkingur hefur rætt við Jason Daða
Jason Daði Svanþórsson.
Jason Daði Svanþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslands- og bikarmeistarar Víkings hafa rætt við Jason Daða Svanþórsson, leikmann Breiðabliks, samkvæmt heimildum útvarpsþáttarins Fótbolti.net.

Í þættinum í dag var rætt um þessi tíðindi en samningur Jasons, sem er einn besti leikmaður Bestu deildarinnar, við Blika rennur út eftir tímabilið.

Samkvæmt reglum KSÍ þá mega lið byrja að ræða við Jason en þurfa að láta Breiðablik vita. Víkingur ku hafa látið Kópavogsfélagið vita af viðræðunum við Jason.

Víkingur getur reynt að ná samkomulagi við Jason um að ganga í raðir félagsins eftir tímabilið.

Jason er 24 ára og er með tvö mörk og eina stoðsendingu í Bestu deildinni til þessa.

Í spilaranum hér að neðan eða í hlaðvarpsveitum má hlusta á útvarpsþáttinn, þar sem menn velta vöngum yfir þessum fréttum og hvað mögulega gerist næst.
Útvarpsþátturinn - Hvítasunnuhringborðið
Athugasemdir
banner
banner
banner