Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   fim 20. júní 2019 13:30
Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór: Cloe kemur að sjálfsögðu til greina í landsliðið
Stefnir á að hitta hana og ræða við hana
Jón Þór Hauksson.
Jón Þór Hauksson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Cloe er frábær leikmaður og hefur staðið sig frábærlega í Pepsi Max-deildinni í mörg ár. Hún hefur frábæra kosti sem fótboltamaður og kemur að sjálfsögðu greina í íslenska landsliðið eins og allir frábærir leikmenn," sagði Jón Þór Hauksson þjálfari íslenska landsliðsins við Fótbolta.net í dag.

Cloe Lacasse framherji ÍBV fékk í gær íslenskan ríkisborgararétt og er því gjaldgeng í íslenska landsliðið. Hún er Kanadísk en hefur leikið hér á landi með ÍBV síðan sumarið 2015. Hún lék hjá ÍBV undir stjórn Ian Jeffs sem hætti með liðið í haust og varð aðstoðarmaður Jóns Þórs með landsliðið.

„Hún kemur til greina í þau verkefni sem framundan eru. Ef við teljum að hún eigi erindi í okkar lið eða henti okkar leik þá hikum við ekki við að velja hana ef svo ber undir."

Æfingaleikjahrinu landsliðsins undir stjórn Jóns Þórs er lokið en liðið hefur keppni í undankeppni EM 2021 í lok ágúst og byrjun september þegar þær mæta Ungverjum og Slóvakíu heima.

„Ég hef ekki rætt við Cloe ennþá enda er þetta bara að gerast. Ég hef ekki rætt við þá sem hafa ekki komið til greina í landsliðið en núna gerir hún það og ég stefni á að hitta hana og ræða við hana eins og aðra leikmenn sem koma til greina í þetta lið."
Athugasemdir
banner
banner