Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
   sun 20. júní 2021 21:49
Arnar Laufdal Arnarsson
Logi Ólafs: Þetta var skömminni skárra í seinni en samt ekki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrst og fremst bara vonbrigði og svekkelsi að við skulum ekki hafa gert betur í dag og það eru svona fyrstu vonbrigðin, ég er afskaplega sár yfir niðurstöðunni og framgangi manna í leiknum," sagði Logi Ólafsson, þjálfari FH, eftir 4-0 tap gegn Breiðablik í kvöld.

„Við vorum hreinlega bara ekki nógu þéttir, við leyfðum þeim bara að spila sitt netta og þrönga spil og náðum ekkert að stoppa það almennilega og svo er helsta áhyggjuefnið þegar við fáum á okkur mark að við skulum ekki bregðast betur við og svo er komið 3-0 í hálfleik. Þetta var skömminni skárra í seinni hálfleik en samt ekki," sagði Logi þegar hann var spurður út í spilamennsku liðsins í leiknum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 FH

Eitt stig af síðustu 15 mögulegum, óttast Logi Ólafsson um starfið sitt hjá FH sem þjálfari liðsins?

„Nei, nei við bara finnum út úr því og ef svo er þá er það bara einhver niðurstaða sem menn verða bara að tala saman um. En við höldum áfram, ég er ekki þannig týpa sem hleypur í burtu."

Félagaskiptaglugginn opnar bráðum, sér Logi fram á styrkingar eða brottfarir hjá FH?

„Það er ekkert í kortunum á hvorugan háttinn, við erum að vísu með Ágúst Eðvald á láni til 1.júní og þau mál eru ekki alveg á hreinu. Það er enginn að koma og ég vona að það sé enginn að fara."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner