Man Utd berst við Arsenal um Gyökeres - Chelsea og Napoli vilja Garnacho - Milan hættir að eltast við Rashford
   mán 20. júní 2022 00:16
Brynjar Ingi Erluson
Alfons og Jón Dagur á leið til Þýskalands?
Jón Dagur Þorsteinsson í leik með íslenska landsliðinu
Jón Dagur Þorsteinsson í leik með íslenska landsliðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Jón Dagur og Alfons gætu báðir endað í Hamburger SV í næstu viku. Sehr interessant," segir Hjörvar Hafliðason, þáttarstjórnandi Dr. Football á Twitter í kvöld, og vísar þar í íslensku landsliðsmennina Alfons Sampsted og Jón Dag Þorsteinsson.

Alfons, sem er 24 ára gamall, er á samningsári hjá Bodö/Glimt og hefur þegar sagt frá því að hann sé ekki að hugsa um að framlengja við félagið og ætli sér að skoða alla kosti.

Hann hefur spilað feykivel í hægri bakverðinum hjá norska meistaraliðinu og er mikill áhugi á honum. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Hamburger SV ekki í viðræðum við Alfons.

Liðið spilar í þýsku B-deildinni og var einum leik frá því að komast í deild þeirra bestu á síðustu leiktíð en liðið tapaði tveggja leikja rimmu gegn Herthu Berlín. Liðið vann fyrri leikinn 1-0 en tapaði síðari leiknum 2-0.

Jón Dagur er 23 ára gamall vinstri kantmaður sem verður laus allra mála hjá AGF um mánaðamótin. Hann hefur spilað mikilvægt hlutverk hjá danska liðinu síðustu ár og er þá lykilmaður í íslenska landsliðinu.

Hann hefur verið orðaður við Lecce, Legia Varsjá og Venezia meðal annars en Hjörvar segir að þeir báðir gætu endað í Hamburger SV í næstu viku.


Athugasemdir
banner
banner