Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   mán 20. júní 2022 22:21
Anton Freyr Jónsson
Gústi Gylfa: Sjaldan verið eins svekktur
Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar.
Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar var svekktur að leikslokum eftir 1-1 jafntefli við KR á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld.

„Sjaldan verið eins svekktur. Við stjórnuðum leiknum, eigum við ekki að segja það? Þó að við höfum ekki verið með boltann þá vildum liggja niðri og verja markið okkar og gerðum það bara ótrúlega vel."


„Ég veit ekki með þetta víti, þeir kannski hefðu átt að komast inn í leikinn þá og hefðu átt að skora en gerðu það ekki þannig við vorum að sigla þessu heim eftir góða varnarvinnu hjá öllu liðinu allan tíman þá var súrt að sjá KR skora úr einum af sínu mörgum fyrirgjöfum. Þeir áttu endalaust af fyrirgjöfum sem við vörðumst ótrúlega vel og fá þetta hérna í bakið alveg í lokin það var frekar sárt en ég er stolltur af liðinu og stolltur af stuðningsmönnunum sem fjölmenntu í dag og studdu við bakið á okkur."


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 KR

Stjarnan varðist vel og var Ágúst Gylfason spurður hvort hann væri ekki ánægður með öftustu fjóra og Harald Björnsson í marki Stjörnunnar.

„Varnarvinna er frá fyrsta manni og sú vinna byrjaði mjög vel. Emil hljóð og hljóp allan tíman og varðist vel, yfirleitt eru centerar að skora mörk en hann sinnti varnarvinnunni frábærlega vel og svo mennirnir þar fyrir aftan og svo að sjálfsögðu alla leið."

Stjarnan var búið að verjast vel í 90 mínútur þegar Atli Sigurjónsson fær boltann inn á teig Stjörnunnar og skallaði boltann í netið í 91 mínútu.

„Já virkilega, þetta var örugglega þrítugusta fyrirgjöfin frá KR í leiknum og vera búnir að verjast 29 af þeim og fá síðustu fyrirgjöfina í bakið það var sárt. Við erum svekktir núna en núna kemur tveggja vikna frí á okkur og við þurfum að hugsa vel um okkur og koma sterkari í næsta leik"

Óskar Örn Hauksson var ónotaður varamaður hjá Stjörninni í kvöld og var Ágúst Gylfason spurður út í hans stöðu.

„Óskar er frábær leikmaður og góður í okkar liði. Spilaði ekki í dag, okkur fannst kannski ekki móment í leiknum til að skipta honum inná. Þetta var mikil varnarvinna og Óskar er frábær sóknarmaður fyrst og fremst þrátt fyrir að hann sé góður líka varnarlega en okkur fannst ekki rétta tækifærið til að setja hann inn á."

Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner