Miðjumaður Everton orðaður við Man Utd - Ramos til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   mán 20. júní 2022 22:21
Anton Freyr Jónsson
Gústi Gylfa: Sjaldan verið eins svekktur
Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar.
Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar var svekktur að leikslokum eftir 1-1 jafntefli við KR á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld.

„Sjaldan verið eins svekktur. Við stjórnuðum leiknum, eigum við ekki að segja það? Þó að við höfum ekki verið með boltann þá vildum liggja niðri og verja markið okkar og gerðum það bara ótrúlega vel."


„Ég veit ekki með þetta víti, þeir kannski hefðu átt að komast inn í leikinn þá og hefðu átt að skora en gerðu það ekki þannig við vorum að sigla þessu heim eftir góða varnarvinnu hjá öllu liðinu allan tíman þá var súrt að sjá KR skora úr einum af sínu mörgum fyrirgjöfum. Þeir áttu endalaust af fyrirgjöfum sem við vörðumst ótrúlega vel og fá þetta hérna í bakið alveg í lokin það var frekar sárt en ég er stolltur af liðinu og stolltur af stuðningsmönnunum sem fjölmenntu í dag og studdu við bakið á okkur."


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 KR

Stjarnan varðist vel og var Ágúst Gylfason spurður hvort hann væri ekki ánægður með öftustu fjóra og Harald Björnsson í marki Stjörnunnar.

„Varnarvinna er frá fyrsta manni og sú vinna byrjaði mjög vel. Emil hljóð og hljóp allan tíman og varðist vel, yfirleitt eru centerar að skora mörk en hann sinnti varnarvinnunni frábærlega vel og svo mennirnir þar fyrir aftan og svo að sjálfsögðu alla leið."

Stjarnan var búið að verjast vel í 90 mínútur þegar Atli Sigurjónsson fær boltann inn á teig Stjörnunnar og skallaði boltann í netið í 91 mínútu.

„Já virkilega, þetta var örugglega þrítugusta fyrirgjöfin frá KR í leiknum og vera búnir að verjast 29 af þeim og fá síðustu fyrirgjöfina í bakið það var sárt. Við erum svekktir núna en núna kemur tveggja vikna frí á okkur og við þurfum að hugsa vel um okkur og koma sterkari í næsta leik"

Óskar Örn Hauksson var ónotaður varamaður hjá Stjörninni í kvöld og var Ágúst Gylfason spurður út í hans stöðu.

„Óskar er frábær leikmaður og góður í okkar liði. Spilaði ekki í dag, okkur fannst kannski ekki móment í leiknum til að skipta honum inná. Þetta var mikil varnarvinna og Óskar er frábær sóknarmaður fyrst og fremst þrátt fyrir að hann sé góður líka varnarlega en okkur fannst ekki rétta tækifærið til að setja hann inn á."

Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner