Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 20. júní 2022 22:21
Anton Freyr Jónsson
Gústi Gylfa: Sjaldan verið eins svekktur
Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar.
Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar var svekktur að leikslokum eftir 1-1 jafntefli við KR á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld.

„Sjaldan verið eins svekktur. Við stjórnuðum leiknum, eigum við ekki að segja það? Þó að við höfum ekki verið með boltann þá vildum liggja niðri og verja markið okkar og gerðum það bara ótrúlega vel."


„Ég veit ekki með þetta víti, þeir kannski hefðu átt að komast inn í leikinn þá og hefðu átt að skora en gerðu það ekki þannig við vorum að sigla þessu heim eftir góða varnarvinnu hjá öllu liðinu allan tíman þá var súrt að sjá KR skora úr einum af sínu mörgum fyrirgjöfum. Þeir áttu endalaust af fyrirgjöfum sem við vörðumst ótrúlega vel og fá þetta hérna í bakið alveg í lokin það var frekar sárt en ég er stolltur af liðinu og stolltur af stuðningsmönnunum sem fjölmenntu í dag og studdu við bakið á okkur."


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 KR

Stjarnan varðist vel og var Ágúst Gylfason spurður hvort hann væri ekki ánægður með öftustu fjóra og Harald Björnsson í marki Stjörnunnar.

„Varnarvinna er frá fyrsta manni og sú vinna byrjaði mjög vel. Emil hljóð og hljóp allan tíman og varðist vel, yfirleitt eru centerar að skora mörk en hann sinnti varnarvinnunni frábærlega vel og svo mennirnir þar fyrir aftan og svo að sjálfsögðu alla leið."

Stjarnan var búið að verjast vel í 90 mínútur þegar Atli Sigurjónsson fær boltann inn á teig Stjörnunnar og skallaði boltann í netið í 91 mínútu.

„Já virkilega, þetta var örugglega þrítugusta fyrirgjöfin frá KR í leiknum og vera búnir að verjast 29 af þeim og fá síðustu fyrirgjöfina í bakið það var sárt. Við erum svekktir núna en núna kemur tveggja vikna frí á okkur og við þurfum að hugsa vel um okkur og koma sterkari í næsta leik"

Óskar Örn Hauksson var ónotaður varamaður hjá Stjörninni í kvöld og var Ágúst Gylfason spurður út í hans stöðu.

„Óskar er frábær leikmaður og góður í okkar liði. Spilaði ekki í dag, okkur fannst kannski ekki móment í leiknum til að skipta honum inná. Þetta var mikil varnarvinna og Óskar er frábær sóknarmaður fyrst og fremst þrátt fyrir að hann sé góður líka varnarlega en okkur fannst ekki rétta tækifærið til að setja hann inn á."

Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner