Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   mán 20. júní 2022 22:21
Anton Freyr Jónsson
Gústi Gylfa: Sjaldan verið eins svekktur
Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar.
Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar var svekktur að leikslokum eftir 1-1 jafntefli við KR á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld.

„Sjaldan verið eins svekktur. Við stjórnuðum leiknum, eigum við ekki að segja það? Þó að við höfum ekki verið með boltann þá vildum liggja niðri og verja markið okkar og gerðum það bara ótrúlega vel."


„Ég veit ekki með þetta víti, þeir kannski hefðu átt að komast inn í leikinn þá og hefðu átt að skora en gerðu það ekki þannig við vorum að sigla þessu heim eftir góða varnarvinnu hjá öllu liðinu allan tíman þá var súrt að sjá KR skora úr einum af sínu mörgum fyrirgjöfum. Þeir áttu endalaust af fyrirgjöfum sem við vörðumst ótrúlega vel og fá þetta hérna í bakið alveg í lokin það var frekar sárt en ég er stolltur af liðinu og stolltur af stuðningsmönnunum sem fjölmenntu í dag og studdu við bakið á okkur."


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 KR

Stjarnan varðist vel og var Ágúst Gylfason spurður hvort hann væri ekki ánægður með öftustu fjóra og Harald Björnsson í marki Stjörnunnar.

„Varnarvinna er frá fyrsta manni og sú vinna byrjaði mjög vel. Emil hljóð og hljóp allan tíman og varðist vel, yfirleitt eru centerar að skora mörk en hann sinnti varnarvinnunni frábærlega vel og svo mennirnir þar fyrir aftan og svo að sjálfsögðu alla leið."

Stjarnan var búið að verjast vel í 90 mínútur þegar Atli Sigurjónsson fær boltann inn á teig Stjörnunnar og skallaði boltann í netið í 91 mínútu.

„Já virkilega, þetta var örugglega þrítugusta fyrirgjöfin frá KR í leiknum og vera búnir að verjast 29 af þeim og fá síðustu fyrirgjöfina í bakið það var sárt. Við erum svekktir núna en núna kemur tveggja vikna frí á okkur og við þurfum að hugsa vel um okkur og koma sterkari í næsta leik"

Óskar Örn Hauksson var ónotaður varamaður hjá Stjörninni í kvöld og var Ágúst Gylfason spurður út í hans stöðu.

„Óskar er frábær leikmaður og góður í okkar liði. Spilaði ekki í dag, okkur fannst kannski ekki móment í leiknum til að skipta honum inná. Þetta var mikil varnarvinna og Óskar er frábær sóknarmaður fyrst og fremst þrátt fyrir að hann sé góður líka varnarlega en okkur fannst ekki rétta tækifærið til að setja hann inn á."

Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan


Athugasemdir
banner