Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
banner
   mán 20. júní 2022 22:21
Anton Freyr Jónsson
Gústi Gylfa: Sjaldan verið eins svekktur
Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar.
Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ágúst Gylfason þjálfari Stjörnunnar var svekktur að leikslokum eftir 1-1 jafntefli við KR á Samsungvellinum í Garðabæ í kvöld.

„Sjaldan verið eins svekktur. Við stjórnuðum leiknum, eigum við ekki að segja það? Þó að við höfum ekki verið með boltann þá vildum liggja niðri og verja markið okkar og gerðum það bara ótrúlega vel."


„Ég veit ekki með þetta víti, þeir kannski hefðu átt að komast inn í leikinn þá og hefðu átt að skora en gerðu það ekki þannig við vorum að sigla þessu heim eftir góða varnarvinnu hjá öllu liðinu allan tíman þá var súrt að sjá KR skora úr einum af sínu mörgum fyrirgjöfum. Þeir áttu endalaust af fyrirgjöfum sem við vörðumst ótrúlega vel og fá þetta hérna í bakið alveg í lokin það var frekar sárt en ég er stolltur af liðinu og stolltur af stuðningsmönnunum sem fjölmenntu í dag og studdu við bakið á okkur."


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 KR

Stjarnan varðist vel og var Ágúst Gylfason spurður hvort hann væri ekki ánægður með öftustu fjóra og Harald Björnsson í marki Stjörnunnar.

„Varnarvinna er frá fyrsta manni og sú vinna byrjaði mjög vel. Emil hljóð og hljóp allan tíman og varðist vel, yfirleitt eru centerar að skora mörk en hann sinnti varnarvinnunni frábærlega vel og svo mennirnir þar fyrir aftan og svo að sjálfsögðu alla leið."

Stjarnan var búið að verjast vel í 90 mínútur þegar Atli Sigurjónsson fær boltann inn á teig Stjörnunnar og skallaði boltann í netið í 91 mínútu.

„Já virkilega, þetta var örugglega þrítugusta fyrirgjöfin frá KR í leiknum og vera búnir að verjast 29 af þeim og fá síðustu fyrirgjöfina í bakið það var sárt. Við erum svekktir núna en núna kemur tveggja vikna frí á okkur og við þurfum að hugsa vel um okkur og koma sterkari í næsta leik"

Óskar Örn Hauksson var ónotaður varamaður hjá Stjörninni í kvöld og var Ágúst Gylfason spurður út í hans stöðu.

„Óskar er frábær leikmaður og góður í okkar liði. Spilaði ekki í dag, okkur fannst kannski ekki móment í leiknum til að skipta honum inná. Þetta var mikil varnarvinna og Óskar er frábær sóknarmaður fyrst og fremst þrátt fyrir að hann sé góður líka varnarlega en okkur fannst ekki rétta tækifærið til að setja hann inn á."

Viðtalið í heild má sjá í sjónvarpinu hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner