Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 20. júlí 2021 23:34
Brynjar Ingi Erluson
2. deild kvenna: Skoraði þrennu á tuttugu mínútum
Sindri vann Einherja 4-1
Sindri vann Einherja 4-1
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sindri 4 - 1 Einherji
1-0 Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir ('4 )
2-0 Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir ('11 )
3-0 Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir ('24 )
4-0 Samira Suleman ('50 )
4-1 Oddný Karólína Hafsteinsdóttir ('82 )

Sindri vann Einherja 4-1 í 2. deild kvenna í kvöld en Guðrún Ása Aðalsteinsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu á tuttugu mínútna kafla.

Guðrún skoraði fyrsta markið á 4. mínútu og liðu aðeins sjö mínútur á milli áður en hún bætti við öðru. Hún fullkomnaði síðan þrennu sína á 24. mínútu. Mögnuð frammistaða.

Samira Suleman bætti við fjórða markinu í upphafi síðari hálfleiks áður en Oddný Karólína Hafsteinsdóttir náði sárabótamarki fyrir Einherja undir lokin.

Sindri er í 6. sæti með 12 stig en Einherji í 10. sæti með 6 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner