Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   þri 20. júlí 2021 22:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elín Metta: Spennandi en veltur á Val hvað gerist
Kvenaboltinn
Áhugi á Elínu erlendis frá.
Áhugi á Elínu erlendis frá.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skoraði eitt í dag.
Skoraði eitt í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður mjög vel, mér fannst við spila mjög vel í dag, komum sterkar inn í seinni hálfleik og keyrðum þá almennilega á þetta," sagði Elín Metta Jensen, einn af markaskorurum Vals, eftir sigur gegn Þrótti í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 Þróttur R.

„Ég var svo sem alveg sátt með fyrri hálfleikinn, það var einstaka sinnum sem það var kæruleysi í ykkur en mér fannst við halda heilt yfir fókus í seinni hálfleik. Mér fannst við sýna þvílíka baráttu og leikgleði í dag. Það var ótrúlega gaman að spila."

Hvað gefur þessi sigur liðinu eftir vonbrigðin gegn Breiðabliki á föstudaginn?

„Hann gefur liðinu virkilega mikið. Auðvitað er svekkjandi að vera dottnar út úr bikarnum en þá höfum við meiri fókus á þetta mót. Þessi sigur gefur okkur sjálfstraust."

Frekar glatað
Elín var í leikbanni gegn Blikum. Hvernig var að vera upp í stúku í síðasta leik?

„Það var bara frekar glatað en mér fannst stelpurnar standa sig ótrúlega vel og gaman að fylgjast með því. En auðvitað var svekkjandi að að fá ekki að spreyta sig."

Veltur á Val hvað gerist
Elín var í morgun orðuð við ítalska félagið Inter og heyrst hefur af áhuga annarra liða erlendis. Er hún heit fyrir því að fara út ef rétt tilboð kemur?

„Já, alveg klárlega. Ég er samningsbundin Val en ég hef heyrt af þessum áhuga og mér finnst þetta spennandi. Það veltur á Val hvað gerist."

„Ég er alveg með einhvern metnað og það þarf að vera gott lið."


Elínu var að lokum stillt upp við vegg og var spurð hvort erlenda félagið þyrfti að vera betra lið en Valur.

„já,já, en það er erfitt að meta hvaða lið er betra en Valur," sagði hún að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner