Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   þri 20. júlí 2021 22:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elín Metta: Spennandi en veltur á Val hvað gerist
Kvenaboltinn
Áhugi á Elínu erlendis frá.
Áhugi á Elínu erlendis frá.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skoraði eitt í dag.
Skoraði eitt í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður mjög vel, mér fannst við spila mjög vel í dag, komum sterkar inn í seinni hálfleik og keyrðum þá almennilega á þetta," sagði Elín Metta Jensen, einn af markaskorurum Vals, eftir sigur gegn Þrótti í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 Þróttur R.

„Ég var svo sem alveg sátt með fyrri hálfleikinn, það var einstaka sinnum sem það var kæruleysi í ykkur en mér fannst við halda heilt yfir fókus í seinni hálfleik. Mér fannst við sýna þvílíka baráttu og leikgleði í dag. Það var ótrúlega gaman að spila."

Hvað gefur þessi sigur liðinu eftir vonbrigðin gegn Breiðabliki á föstudaginn?

„Hann gefur liðinu virkilega mikið. Auðvitað er svekkjandi að vera dottnar út úr bikarnum en þá höfum við meiri fókus á þetta mót. Þessi sigur gefur okkur sjálfstraust."

Frekar glatað
Elín var í leikbanni gegn Blikum. Hvernig var að vera upp í stúku í síðasta leik?

„Það var bara frekar glatað en mér fannst stelpurnar standa sig ótrúlega vel og gaman að fylgjast með því. En auðvitað var svekkjandi að að fá ekki að spreyta sig."

Veltur á Val hvað gerist
Elín var í morgun orðuð við ítalska félagið Inter og heyrst hefur af áhuga annarra liða erlendis. Er hún heit fyrir því að fara út ef rétt tilboð kemur?

„Já, alveg klárlega. Ég er samningsbundin Val en ég hef heyrt af þessum áhuga og mér finnst þetta spennandi. Það veltur á Val hvað gerist."

„Ég er alveg með einhvern metnað og það þarf að vera gott lið."


Elínu var að lokum stillt upp við vegg og var spurð hvort erlenda félagið þyrfti að vera betra lið en Valur.

„já,já, en það er erfitt að meta hvaða lið er betra en Valur," sagði hún að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner