Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   þri 20. júlí 2021 22:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elín Metta: Spennandi en veltur á Val hvað gerist
Kvenaboltinn
Áhugi á Elínu erlendis frá.
Áhugi á Elínu erlendis frá.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skoraði eitt í dag.
Skoraði eitt í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður mjög vel, mér fannst við spila mjög vel í dag, komum sterkar inn í seinni hálfleik og keyrðum þá almennilega á þetta," sagði Elín Metta Jensen, einn af markaskorurum Vals, eftir sigur gegn Þrótti í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 Þróttur R.

„Ég var svo sem alveg sátt með fyrri hálfleikinn, það var einstaka sinnum sem það var kæruleysi í ykkur en mér fannst við halda heilt yfir fókus í seinni hálfleik. Mér fannst við sýna þvílíka baráttu og leikgleði í dag. Það var ótrúlega gaman að spila."

Hvað gefur þessi sigur liðinu eftir vonbrigðin gegn Breiðabliki á föstudaginn?

„Hann gefur liðinu virkilega mikið. Auðvitað er svekkjandi að vera dottnar út úr bikarnum en þá höfum við meiri fókus á þetta mót. Þessi sigur gefur okkur sjálfstraust."

Frekar glatað
Elín var í leikbanni gegn Blikum. Hvernig var að vera upp í stúku í síðasta leik?

„Það var bara frekar glatað en mér fannst stelpurnar standa sig ótrúlega vel og gaman að fylgjast með því. En auðvitað var svekkjandi að að fá ekki að spreyta sig."

Veltur á Val hvað gerist
Elín var í morgun orðuð við ítalska félagið Inter og heyrst hefur af áhuga annarra liða erlendis. Er hún heit fyrir því að fara út ef rétt tilboð kemur?

„Já, alveg klárlega. Ég er samningsbundin Val en ég hef heyrt af þessum áhuga og mér finnst þetta spennandi. Það veltur á Val hvað gerist."

„Ég er alveg með einhvern metnað og það þarf að vera gott lið."


Elínu var að lokum stillt upp við vegg og var spurð hvort erlenda félagið þyrfti að vera betra lið en Valur.

„já,já, en það er erfitt að meta hvaða lið er betra en Valur," sagði hún að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner