Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   þri 20. júlí 2021 22:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elín Metta: Spennandi en veltur á Val hvað gerist
Kvenaboltinn
Áhugi á Elínu erlendis frá.
Áhugi á Elínu erlendis frá.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skoraði eitt í dag.
Skoraði eitt í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður mjög vel, mér fannst við spila mjög vel í dag, komum sterkar inn í seinni hálfleik og keyrðum þá almennilega á þetta," sagði Elín Metta Jensen, einn af markaskorurum Vals, eftir sigur gegn Þrótti í kvöld.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 Þróttur R.

„Ég var svo sem alveg sátt með fyrri hálfleikinn, það var einstaka sinnum sem það var kæruleysi í ykkur en mér fannst við halda heilt yfir fókus í seinni hálfleik. Mér fannst við sýna þvílíka baráttu og leikgleði í dag. Það var ótrúlega gaman að spila."

Hvað gefur þessi sigur liðinu eftir vonbrigðin gegn Breiðabliki á föstudaginn?

„Hann gefur liðinu virkilega mikið. Auðvitað er svekkjandi að vera dottnar út úr bikarnum en þá höfum við meiri fókus á þetta mót. Þessi sigur gefur okkur sjálfstraust."

Frekar glatað
Elín var í leikbanni gegn Blikum. Hvernig var að vera upp í stúku í síðasta leik?

„Það var bara frekar glatað en mér fannst stelpurnar standa sig ótrúlega vel og gaman að fylgjast með því. En auðvitað var svekkjandi að að fá ekki að spreyta sig."

Veltur á Val hvað gerist
Elín var í morgun orðuð við ítalska félagið Inter og heyrst hefur af áhuga annarra liða erlendis. Er hún heit fyrir því að fara út ef rétt tilboð kemur?

„Já, alveg klárlega. Ég er samningsbundin Val en ég hef heyrt af þessum áhuga og mér finnst þetta spennandi. Það veltur á Val hvað gerist."

„Ég er alveg með einhvern metnað og það þarf að vera gott lið."


Elínu var að lokum stillt upp við vegg og var spurð hvort erlenda félagið þyrfti að vera betra lið en Valur.

„já,já, en það er erfitt að meta hvaða lið er betra en Valur," sagði hún að lokum.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner