Salah vill framlengja við Liverpool - Al-Nassr vill fá Kovacic - Man Utd og Newcastle enn með í baráttunni um Rabiot
   lau 20. júlí 2024 23:18
Brynjar Ingi Erluson
Kaupákvæði Olmo runnið út
Mynd: EPA
Ekkert félag virkjaði kaupákvæði í samningi spænska landsliðsmannsins Dani Olmo hjá RB Leipzig áður en fresturinn rann út í kvöld.

Olmo er 26 ára gamall sóknarsinnaður miðjumaður sem átti stórkostlegt Evrópumót með Spánverjum.

Hann skoraði þrjú mörk á mótinu og var markahæstur ásamt fimm öðrum.

Leikmaðurinn er á mála hjá Leipzig í Þýskalandi og var hann með kaupákvæði upp á 60 milljónir evra.

Barcelona og Manchester City voru talin líkleg til að virkja það ákvæði en aldrei kom tilboð. Fresturinn rann út í kvöld en það þýðir það samt ekki að hann verði áfram hjá Leipzig.

Samkvæmt Fabrizio Romano hefur föruneyti Olmo átt góð samtöl með Leipzig sem er líklega reiðubúið að selja hann á sambærilegu verði.

Það má því gera ráð fyrir að stóru félögin banki á dyrnar hjá Leipzig á næstu vikum.
Athugasemdir
banner
banner