Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
banner
   þri 20. ágúst 2019 08:00
Arnar Helgi Magnússon
Guendouzi bíður eftir kallinu í franska landsliðið
Matteo Guendouzi hefur byrjað báða leiki Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og hefur hann þótt standa sig vel

Guendouzi er fæddur árið 1999 en hann gekk í raðir Arsenal frá franska liðinu Lorient fyrir síðasta tímabil.

„Við erum með betra lið í ár heldur en á síðasta tímabili vegna þess að félagið gerði góð kaup í sumar,” segir Frakkinn ungi.

„Það er ekkert sem ætti að koma í veg fyrir það að tímabilið verði gott. Við setjum stefnuna á efstu fjögur sætin og þar með Meistaradeildarsæti.”

Guendouzi er ekki aðeins búinn að setja sér markmið með Arsenal heldur er hann einnig með persónuleg markmið.

„Markmiðið er að komast í franska landsliðið einn daginn. Ég var á EM U21 í sumar og svo eru það Ólympíuleikarnir næsta sumar. Ég þarf að leggja hart að mér og halda áfram að standa mig vel og vonandi verð ég valinn einn daginn.”
Athugasemdir