Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 20. ágúst 2019 08:00
Arnar Helgi Magnússon
Guendouzi bíður eftir kallinu í franska landsliðið
Mynd: Getty Images
Matteo Guendouzi hefur byrjað báða leiki Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og hefur hann þótt standa sig vel

Guendouzi er fæddur árið 1999 en hann gekk í raðir Arsenal frá franska liðinu Lorient fyrir síðasta tímabil.

„Við erum með betra lið í ár heldur en á síðasta tímabili vegna þess að félagið gerði góð kaup í sumar,” segir Frakkinn ungi.

„Það er ekkert sem ætti að koma í veg fyrir það að tímabilið verði gott. Við setjum stefnuna á efstu fjögur sætin og þar með Meistaradeildarsæti.”

Guendouzi er ekki aðeins búinn að setja sér markmið með Arsenal heldur er hann einnig með persónuleg markmið.

„Markmiðið er að komast í franska landsliðið einn daginn. Ég var á EM U21 í sumar og svo eru það Ólympíuleikarnir næsta sumar. Ég þarf að leggja hart að mér og halda áfram að standa mig vel og vonandi verð ég valinn einn daginn.”
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner