Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fös 20. september 2019 21:30
Hulda Mýrdal
Rakel Loga: Erfitt tímabil andlega og líkamlega
Kvenaboltinn
Rakel Logadóttir þjálfari HK/Víkings
Rakel Logadóttir þjálfari HK/Víkings
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK/Víkingur lauk þátttöku sinni í Pepsi Max deildinni 2019 með 0-1 tapi fyrir Þór/KA og spilar að ári í Inkasso.

Lestu um leikinn: HK/Víkingur 0 -  1 Þór/KA

„Það er bara eins og eftir alla leiki hérna í sumar. Við töpum og eigum bara ekki alveg nógu góðan fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur betri og svekkjandi að geta ekki skorað allavegana eitt mark og enda þetta með jafntefli."

Það hefur verið erfitt sumar og um það hafði Rakel að segja: „Já þetta er búið að vera erfitt. Við erum búin að vera með leikmenn í meiðslum eins og Arna. Svo missum við núna hana Karó Jack í leiðinleg meiðsli. Rifa í krossband skilst mér. Og fleiri svona meiðsli sem við þurftum bara að díla við. Erfitt tímabil fyrir alla andlega og líkamlega."

Hvernig hefur verið að mótivera hópinn eftir að ljóst var að liðið var fallið í þessa síðustu leiki?
„Ekkert þannig, mér fannst það ekkert erfitt. Eina sem ég hugsaði og gerði var að létta svoldið á æfingunum, hafa þetta létt og skemmtilegt. Það er búið að vera stemming á æfingum. Hef ekkert út á það að setja. Við höfum alltaf ætlað að vinna leikina sem við höfum farið í. Það hefur aldrei vantað."

Rakel segist ekki sjá eftir að hafa tekið við liðinu. „Nei. Nei nei alls ekki. Ótrúlega flottar stelpur og gaman að vinna með þeim. Sé ekki eftir neinu þó þetta sé búið að vera erfitt."

Nánar er rætt við Rakel í sjónvarpinu að ofan um framhaldið hjá henni, leikmenn og Inkasso.
Athugasemdir
banner
banner
banner