Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 20. október 2020 20:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Rashford aftur hetjan í París
Manchester United byrjar riðlakeppni Meistaradeildarinnar á frábærum sigri gegn Paris Saint-Germain.

Það var boðið upp á frábæran leik í París; mjög opinn leik þar sem bæði lið fengu fullt af færum. Bruno Fernandes kom United yfir á 23. mínútu með marki úr vítaspyrnu. Hann fékk tvær tilraunir þar sem Kaylor Navas fór af línunni fyrst þegar hann varði frá Fernandes. Hann varði ekki aðra tilraun Fernandes.

Staðan var 1-0 fyrir Man Utd í hálfleik, en snemma í seinni hálfleik jafnaði PSG þegar Anthony Martial skoraði sjálfsmark eftir hornspyrnu.

Bæði lið fengu færi, en það var United sem skoraði sigurmarkið og var það Marcus Rashford sem gerði það. Hann fékk boltann frá Paul Pogba, keyrði í átt að teignum og átti skot sem fór í stöngina og inn.

Það reyndist sigurmarkið og er Rashford hetjan, rétt eins og hann var í fyrra þegar United vann eftirminnilegan sigur á PSG í París og komst áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Frábær sigur fyrir Manchester United, sem spilaði vel í kvöld.

Í sama riðli vann RB Leipzig þægilegan heimasigur gegn Istanbul Basaksehir.

Chelsea gerði jafntefli - Dortmund tapaði
Fyrsta leikdegi í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessu tímabili er lokið. Lærisveinar Frank Lampard gerðu jafntefli á heimavelli gegn Sevilla, markalaust jafntefli. Í sama riðli var niðurstaðan 1-1 jafntefli á milli Rennes og Krasnodar.

Lazio hafði betur gegn Borussia Dortmund í F-riðli, 3-1, og Barcelona vann auðveldan 4-1 sigur á Ferencvaros frá Ungverjalandi.

Hér að neðan má sjá úrslit og markaskorara í leikjunum sem voru að klárast.

E-riðill:
Chelsea 0 - 0 Sevilla

Rennes 1 - 1 FK Krasnodar
1-0 Sehrou Guirassy ('56 , víti)
1-1 Cristian Ramirez ('59 )

F-riðill:
Lazio 3 - 1 Borussia D.
1-0 Ciro Immobile ('6 )
2-0 Marwin Hitz ('23 , sjálfsmark)
2-1 Erling Haland ('71 )
3-1 Jean Akpa ('76 )

G-riðill:
Barcelona 5 - 1 Ferencvaros
1-0 Lionel Andres Messi ('27 , víti)
2-0 Ansu Fati ('42 )
3-0 Philippe Coutinho ('52 )
3-1 Igor Kharatin ('70 , víti)
4-1 Pedri ('82 )
5-1 Ousmane Dembele ('89)
Rautt spjald: Gerard Pique, Barcelona ('68)

H-riðill:
Paris Saint Germain 1 - 2 Manchester Utd
0-1 Bruno Fernandes ('23 , víti)
1-1 Anthony Martial ('55 , sjálfsmark)
1-2 Marcus Rashford ('87 )

RB Leipzig 2 - 0 Istanbul Basaksehir
1-0 Angelino ('16 )
2-0 Angelino ('20 )

Önnur úrslit:
Meistaradeildin: Morata steig upp í fjarveru Ronaldo
Athugasemdir
banner