Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   þri 20. október 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Nýr samningur fyrir Son í forgangi hjá Tottenham
Son Heung-min hefur reynst algjör lykilmaður í liði Tottenham og hefur félagið sett það efst á forgangslista hjá sér að gera nýjan samning við suður-kóresku stórstjörnuna.

Son er 28 ára gamall og á þrjú ár eftir af samningi sínum við Tottenham og ætlar félagið að ljúka samningsviðræðum fyrir lok tímabilsins.

Son hefur verið hjá Tottenham í fimm ár og er búinn að skora 93 mörk í 236 leikjum. Á þessari leiktíð er hann kominn með 7 mörk í 5 leikjum í ensku úrvalsdeildinni.

Hann og Harry Kane mynda eitt af bestu sóknarpörum knattspyrnuheimsins og hafa verið duglegir að leggja upp fyrir hvorn annan að undanförnu.
Athugasemdir