Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
   mán 20. október 2025 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Flick skammast sín fyrir rauða spjaldið
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Hansi Flick þjálfari Barcelona skammast sín fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í 2-1 sigri gegn Girona. Þetta þýðir að hann verður í hliðarlínubanni í El Clásico slagnum gegn Real Madrid um næstu helgi.

   19.10.2025 09:00
Flick í banni í El Clasico


Flick segist skammast sín fyrir hegðun sína og er staðráðinn í að gera betur í framtíðinni. Hann vill ekki setja slæmt fordæmi fyrir barnabörnin sín.

Flick fékk tvö gul spjöld á hliðarlínunni, það fyrra kom á 90. mínútu þegar hann gaf fjórða dómaranum kaldhæðnisklapp fyrir að bæta einungis fjórum mínútum við leikinn. Staðan var þá 1-1.

Seinna spjaldið fékk hann skömmu síðar þegar Barcelona skoraði sigurmarkið. Hann missti sig í fagnaðarlátunum með áhorfendum og fékk gult spjald fyrir óviðeigandi látbragð.

„Mér líkaði ekki það sem ég sá þegar ég horfði á þetta aftur í sjónvarpinu. Ég vil ekki að barnabörnin mín sjái afa sinn í þessu ástandi. Ég þarf líklegast að breyta hegðun minni," sagði Flick á fréttamannafundi fyrir leik Barcelona gegn Olympiakos í Meistaradeildinni.

„Ég man þegar ég þjálfaði Bayern München þá fagnaði ég líka svona þegar við slógum Barcelona úr leik í Meistaradeildinni. Á þeim tímum sagði fólk um mig að ég brosti aldrei en það hefur breyst, Barcelona hefur breytt mér sem manneskju og ég er orðinn tilfinningaríkari. Ég þarf kannski að hafa meiri stjórn á sjálfum mér, en ég haga mér svona útaf ástríðunni sem ég hef fyrir Barcelona og fólkinu hérna."

Joan Laporta forseti Barcelona og Deco yfirmaður íþróttamála hafa báðir tjáð sig um rauða spjaldið gegn Girona. Þeir eru mjög ósáttir með dómgæsluna, þar sem Laporta sakaði dómarann meðal annars um að styðja Real Madrid.

Deco staðfesti að félagið ætlar að áfrýja ákvörðuninni, þó að hann búist ekki við að stjórn La Liga breyti ákvörðun dómarans.

„Ég hafði ekkert á móti dómgæslunni í þessum leik. Ég var ekki að kvarta undan hans dómgæslu, en hann leit þannig á þetta og ég verð bara að samþykkja það," sagði Flick að lokum.

   20.10.2025 08:00
Deco: Dómararnir eru strangari gagnvart okkur

Athugasemdir
banner