Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
   mán 20. október 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Deco: Dómararnir eru strangari gagnvart okkur
Mynd: EPA
Hansi Flick, stjóri Barcelona, er á leið í leikbann eftir að hafa verið rekinn út af í sigri liðsins gegn Girona um helgina.

Dómari leiksins taldi að Flick hafi móðgað sig en Deco, yfirmaður fótboltamála hjá Barcelona, segir að það sé rangt og félagið ætlar að áfrýja dómnum.

„Hann móðgaði engan. Við ætlum svo sannarlega að áfrýja þessu. Dómararnir eru alltaf strangari gegn okkur," sagði Deco.

Ef Flick verður dæmdur í bann verður hann ekki á hliðarlínunni gegn Real Madrid um næstu helgi.

„Við höfum barist gegn allskonar hlutum. Það verður ekki afsökun sama hvernig fer gegn Madrid. Við förum ekki út í það. Það er ýmislegt á móti okkur. Við gerum það sem við getum lagalega séð," sagði Deco.
Athugasemdir
banner