Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
   mán 20. október 2025 16:00
Elvar Geir Magnússon
Rangers kynnir Röhl (Staðfest) - „Krafa á úrslit samstundis“
Röhl var kynntur hjá Rangers í dag.
Röhl var kynntur hjá Rangers í dag.
Mynd: Rangers
Stjóraleit skoska stórliðsins Rangees er lokið en Danny Röhl, fyrrum stjóri Sheffield Wednesday, hefur verið ráðinn. Röhl er 36 ára og var í þjálfarateymi Bayern München og þýska landsliðsins.

Rangers er í sjötta sæti skosku úrvalsdeildarinnar og mætir Frey Alexanderssyni og lærisveinum í Brann í Evrópudeildinni á fimmtudag. Russell Martin var rekinn þann 5. otóber eftir aðeins 17 leiki með stjórnartaumana.

„Það eru mikil forréttindi að fá þetta starf hjá þessu magnaða félagi sem er þekkt um allan heim. Væntingarnar eru alveg ljósar, stuðningsmenn vilja sjá úrslit strax. Mitt hugarfar er nákvæmlega það sama," segir Röhl.

„Við megum engan tíma missa. Ég virði það traust sem mér er sýnt og við þurfum að gefa stuðningsmönnum trú á því sem við erum að gera með því að sýna það á vellinum alveg frá fyrsta leik."
Athugasemdir
banner