Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 20. nóvember 2019 15:00
Magnús Már Einarsson
Íslenskir Tottenham menn svara - Hvernig líst þér á Mourinho?
Hjálmar Örn stuðningsmaður Tottenham.
Hjálmar Örn stuðningsmaður Tottenham.
Mynd: Twitter
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho hefur verið ráðinn stjóri Tottenham. Fótbolti.net leitaði til íslenskra stuðningsmanna Tottenham og fékk þá til að sjá sig um það hvernig þeim líst á ráðninguna.

Sjá einnig:
Íslenskir Tottenham menn svara - Var rétt að reka Pochettino?

Jóhann Alfreð Kristinsson, Mið-Ísland
Fæst orð bera minnsta ábyrgð á þessu stigi. Maður er enn að jafna sig eftir tíðindin frá því í gær þar sem Poch var að flestu leyti einstaklega vel liðinn meðal stuðningsmanna. Það er ljóst að Levy hefur þótt of freistandi að sækja sigursælasta stjóra síðari ára til að byggja ofan á verkefnið að koma klúbbnum í fremstu röð. Maður vonar að eftir vonbrigðin hjá United mæti Mourinho mjög stemmdur til starfa hjá Spurs. Þetta getur hins vegar brugðið til beggja vona og er ákveðinn áhætta. Þessi Amazon TV sería sem verið er að gera verður í öllu falli afar áhugaverð og rifinn út. Hugmyndafræði Mourinho er að flestu leyti andstæð fótboltanum sem Spurs hefur spilað og stuðningsmenn vilja sjá. En í öllu falli verður spennandi að sjá Son spreyta sig í bakverðinum.

Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikraftur
Þegar ég heyrði að Mourinho væri að koma til Tottenham var ég að sjálfsögðu pínulítið skelkaður. Flestir í kringum mig tala um að hann sé útbrunninn. Mér persónulega hefur alltaf fundist erfitt að mæta liðum sem hann er með. Það er eitthvað við hann sem er svo powerful og við Tottenham menn höfum flestir hrætt okkur á því í gegnum tíðina. Ég fór aðeins að hugsa þetta og hann er örugglega að fara að skila okkur titlum í fyrsta skipti síðan 2008. Við verðum að fagna því. Það er kominn tími á að geat fengið sér einn kaldan eftir bikar. Það má vera deildabikar, FA cup eða hvað sem er. Bring it! Ég held að hann hafi lært af þessu United dæmi. Mér finnst hann hafa verið auðmjúkur sem sérfræðingur hjá Sky Sports. Mér finnst hann hafa þroskast pínúlítið, það er aldrei of seint, hann er 56 ára gamall. Hann er fjölskyldumaður og það mun spila inn í að hann getur loksins búið í London og fókusað á starfið í stað þess að búa á hóteli lengst úti í bæ. Ég er hættur að syngja „fokk off Mourinho" og syng núna „welcome Mourinho."

Ingimar Helgi Finnsson, Fantasy Gandalf
Ég var nokkuð myrkur í máli þegar var byrjað á að orða Mourinho við Tottenham í gærkvöldi. Ég held að ég hefði reyndar verið það við flesta stjóra þar sem ég var frekar reiður yfir því að Pochettino hafi verið látinn fara. Þegar ég vaknaði við fréttirnar í morgun að hann hefði verið látinn fara þá komu tvær tilfinningar. Vonandi fer Pochettino ekkert innan Englands og ég mun styðja Mourinho. Hann er eftir allt saman einn sá sigursælasti. Ég ætla að hafa þann varnagla á að ég sé samband Levy og Mourinho ekki virka vel. Þeir ræddu saman áður en hann var ráðinn og settu upp plan en ég sé þetta einhverneginn ekki virka.

Birgir Ólafsson, formaður Tottenham klúbbsins
Satt að segja er ég ekki mikill stuðningsmaður Mourinho. Þannig að mér líst ekkert rosalega vel á þessa ráðningu hjá Levy. Auðvitað er Mourinho með frábæra ferilskrá og hefur unnið bikara allstaðar þar sem hann hefur þjálfað. En á síðustu árum finnst mér hann bara vera búinn á því. Honum tókst t.d. að eyðileggja lið Man Utd í fyrra - þar sem enginn hafði gaman af því að horfa á liðið vegna leiðinda. Þannig að það er það sem ég hef mestar áhyggjur af, að Tottenham, undir hans stjórn eigi eftir að spila drepleiðinlegan fótbolta. En það er víst lítið að gera annað en að vera bjartsýnn að honum takist að snúa við gengi liðsins, en það mun taka tíma þangað til ég og margir aðrir stuðningsmenn Tottenham munu taka Mourinho í sátt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner