Konráð Ragnarsson mun taka slaginn áfram með Víkingi Ólafsvík í 2. deild næsta sumar en hann skrifaði undir eins árs samning við félagið.
Konráð er uppalinn í Ólafsvík en fór til Skallagríms árið 2018.
Hann snéri aftur heim árið 2019 en þá hann spilaði í fyrsta sinn sem aðalmarkvörður liðsins síðasta sumar þar sem hann lék 21 leik af 22 í 2. deildinni þegar liðið hafnaði í 7. sæti.
„Við fögnum því að hann hafi ákveðið að framlengja við Víking Ó. og væntumst mikils af honum í sumar." Segir í tilkynningu félagsins.
Athugasemdir