Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   mán 20. nóvember 2023 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Endrick: Draumur að spila fyrir sama félag og átrúnaðargoðið
Endrick.
Endrick.
Mynd: Getty Images
Brasilíska vonarstjarnan Endrick segir að það sé draumur að rætast að fara til Real Madrid.

Endrick er gríðarlega efnilegur og er hann yngsti landsliðsmaður Brasilíu síðan goðsögnin Ronaldo steig sín fyrstu skref með landsliðinu árið 1994.

Endrick er þegar búinn að skrifa undir samning við Real Madrid, en mun ekki flytja til Spánar fyrr en eftir 18 ára afmælisdaginn sinn.

Þessi öflugi sóknarmaður er 17 ára gamall og verður ekki 18 ára fyrr en í júlí á næsta ári, en hann segir það draum að spila fyrir sama félag og átrúnaðargoð sitt gerði svo lengi.

„Draumur minn frá því ég var barn var að spila fyrir Real Madrid. Cristiano Ronaldo er sá sem ég lít mest upp til. Messi er ótrúlegur en ég er meiri aðdáandi Cristiano. Það er mikið stolt sem fylgir því að ég muni klæðast sömu treyju og hann gerði."

Ronaldo er ein mesta goðsögn í sögu Real Madrid en hann raðaði inn mörkum fyrir félagið í fjölda ára.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner