Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
   fim 20. nóvember 2025 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jökull að fá gamla fyrirliðann sinn í teymið
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, er búinn að finna sér nýjan aðstoðarmann. Steven Caulker var spilandi aðstoðarþjálfari Stjörnunnar seinni hluta tímabilsins 2025 en ákveðið var að rifta samningi hans við félagið á dögunum.

Hrannar Bogi Jónsson verður aðstoðarmaður Jökuls á næsta tímabili. Frá þessu greinir Kristján Óli Sigurðsson með færslu á X og herma heimildir Fótbolta.net það sama.

Hrannar Bogi er fæddur árið 1993 og er uppalinn hjá Breiðabliki. Hann tók við sem þjálfari Augnabliks eftir tímabilið 2021 þegar Jökull var ráðinn til Stjörnunnar og hefur gert flotta hluti með Augnablikana. Hrannar var fyrirliði Augnabliks þegar Jökull var þjálfari liðsins.

Augnablik endaði í 3. sæti 3. deildar í sumar, þremur stigum frá sæti í 2. deild.


Athugasemdir
banner
banner
banner