Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 20. desember 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Ungur leikmaður Chelsea sendir frá sér plötu - Eitt lag skírt eftir James
Mynd: Getty Images
Derrick Abu, ungur leikmaður Chelsea á Englandi, er margt til lista lagt, en hann rappar í frítíma sínum og gaf um helgina út plötu á helstu streymisveitum.

Abu, sem er 19 ára gamall, er fæddur og uppalinn í Þýskalandi, en hefur spilað fyrir unglingalið Chelsea í átta ár.

Hann var með bestu leikmönnum U18 ára liðsins á síðustu leiktíð og er nú byrjaður að spila fyrir U21 árs liðið.

Leikmaðurinn spilar stöðu hægri bakvarðar og lítur mikið upp til enska leikmannsins Reece James, svo mikið að hann skírði lag eftir honum á smáskífunni.

Hann ræddi við heimasíðu Chelsea um tónlistarferilinn en Abu notast við sviðsafnið Cho$en og má heyra lagið Reece James á Spotify.


Athugasemdir
banner
banner