Fimm stór félög að eltast við Semenyo - Man Utd í viðræðum um nítján ára miðjumann - Arsenal hefur áhuga á leikmanni AC Milan
   fös 21. janúar 2022 12:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Blackpool tilbúið að selja Daníel fyrir rétta upphæð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Neil Critchley, stjóri Blackpool, hefur rætt um stöðu Daníels Leó Grétarssonar hjá Blackpool. Grindvíkingurinn hefur verið orðaður í burtu frá Blackpool og er áhugi frá pólska félaginu Slask Wroclaw.

Fótbolti.net greindi frá viðræðum Daníels við pólska félagið fyrr í þessari viku.

Daníel hefur lítið fengið að spila á tímabilinu og er það að hluta til vegna meiðsla. Hann fékk Covid á dögunum og missti af bikarleik á dögunum vegna veirunnar. Þar á undan hafði hann komið við sögu í þremur leikjum í röð, byrjað tvo af þeim og komið inn á í þeim þriðja.

Samningur hans við Blackpool rennur út í sumar og gæti hann þá farið frítt frá enska félaginu. Critchley vildi ekki tjá sig mikið um framtíð Daníels en sagði þó frá því að tilboð sem Blackpool gæti tekið hefði ekki borist til þessa.

„Allir leikmenn í okkar hóp og allir leikmenn hjá öllum liðum eru með verðmiða," sagði Critchley við Lancs Live.

„Daníel er okkar leikmaður og verður það þangað til eitthvað annað gerist, hann er með okkur og þannig er staðan. Ef einhver kemur með tilboð sem við teljum nægilega gott og Daníel vill skoða þá munum við eiga samtal um það. En til þessa hefur það ekki gerst," sagði Critchley.

Blackpool á leik gegn Millwall á morgun og má sjá stöðutöfluna hér að neðan.

Daníel er 26 ára og getur bæði spilað sem miðvörður og vinstri bakvörður. Hann kom inn í íslenska landsliðið á síðasta ári og spilaði 90 mínútur í báðum leikjum landsliðsins í nóvember.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 21 14 5 2 52 22 +30 47
2 Middlesbrough 21 12 6 3 33 22 +11 42
3 Preston NE 21 9 8 4 29 22 +7 35
4 Millwall 21 10 5 6 25 29 -4 35
5 Ipswich Town 21 9 7 5 35 22 +13 34
6 Hull City 21 10 4 7 36 35 +1 34
7 Stoke City 21 10 3 8 28 20 +8 33
8 Leicester 21 8 7 6 30 27 +3 31
9 QPR 21 9 4 8 28 33 -5 31
10 Southampton 21 8 6 7 35 30 +5 30
11 Bristol City 21 8 6 7 28 24 +4 30
12 Derby County 21 8 6 7 30 29 +1 30
13 Birmingham 21 8 5 8 30 26 +4 29
14 Watford 21 7 8 6 30 28 +2 29
15 Wrexham 21 6 10 5 26 25 +1 28
16 West Brom 21 8 4 9 25 28 -3 28
17 Charlton Athletic 20 6 6 8 20 26 -6 24
18 Sheffield Utd 21 7 2 12 25 31 -6 23
19 Swansea 21 6 5 10 22 29 -7 23
20 Blackburn 20 6 4 10 20 26 -6 22
21 Portsmouth 20 5 5 10 17 27 -10 20
22 Oxford United 21 4 7 10 22 30 -8 19
23 Norwich 21 4 5 12 24 34 -10 17
24 Sheff Wed 20 1 6 13 15 40 -25 -9
Athugasemdir
banner
banner