Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
banner
   fös 21. janúar 2022 14:48
Elvar Geir Magnússon
Fjölskylda Lindelöf lenti í óhugnalegri lífsreynslu - Eiginkonan og börnin földu sig inni í herbergi
Victor Lindelöf.
Victor Lindelöf.
Mynd: EPA
Maja og Victor Lindelöf.
Maja og Victor Lindelöf.
Mynd: Instagram
Manchester United hefur gefið það út að félagið muni veita varnarmanninum Victor Lindelöf og fjölskyldu hans allan mögulegan stuðning. Brotist var inn á heimili þeirra meðan Lindelöf spilaði með United í 3-1 sigri gegn Brentford.

Í yfirlýsingu frá United segir að fjölskyldan sé ómeidd en þetta hafi hinsvegar verið mikið áfall og erfið lífsreynsla.

Eiginkonan, Maja Nilsson Lindelöf, hefur lýst því hvernig hún og börnin þeirra földu sig inni í herbergi.

„Við höfum það allt í lagi miðað við aðstæður en þetta var mjög erfið og óhugnaleg lífsreynsla fyrir mig og litlu börnin mín. Við vorum heima og földum okkur inni í herbergi áður en þeir náðu að brjótast inn," segir Maja. „Við erum núna komin til Svíþjóðar og erum hjá okkar nánustu."

Um jólin meiddist Joao Cancelo, varnarmaður Manchester City, þegar hann barðist gegn innbrotsþjófum sem fóru inn á heimili hans.

Lindelöf ekki með á morgun - Óvissa með Sancho
Lindelöf verður ekki með í mikilvægum deildarleik gegn West Ham á morgun laugardag þar sem hann mun verða í faðmi fjölskyldunnar eftir það sem átti sér stað.

„Victor sagði mér að hann þyrfti að vera með fjölskyldu sinni. Hann vill ekki yfirgefa konuna og börnin og ég skil það fullkomlega sem tveggja barna faðir sjálfur. Hann fékk frí á æfingu í dag og verður ekki með á morgun," segir Rangnick.

Þá gæti vængmaðurinn Jadon Sancho einnig misst af leiknum gegn West Ham en náinn fjölskyldumeðlimur hans féll frá á dögunum. Sancho var ekki með gegn Brentford vegna jarðarfararinnar.

Leikur Manchester United og West Ham verður klukkan 15:00 á morgun og er feikilega mikilvægur upp á baráttuna um fjórða sætið, Meistaradeildarsætið eftirsótta.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 13 9 3 1 25 7 +18 30
2 Man City 13 8 1 4 27 12 +15 25
3 Chelsea 13 7 3 3 24 12 +12 24
4 Aston Villa 13 7 3 3 16 11 +5 24
5 Brighton 13 6 4 3 21 16 +5 22
6 Sunderland 13 6 4 3 17 13 +4 22
7 Man Utd 13 6 3 4 21 20 +1 21
8 Liverpool 13 7 0 6 20 20 0 21
9 Crystal Palace 13 5 5 3 17 11 +6 20
10 Brentford 13 6 1 6 21 20 +1 19
11 Bournemouth 13 5 4 4 21 23 -2 19
12 Tottenham 13 5 3 5 21 16 +5 18
13 Newcastle 13 5 3 5 17 16 +1 18
14 Everton 13 5 3 5 14 17 -3 18
15 Fulham 13 5 2 6 15 17 -2 17
16 Nott. Forest 13 3 3 7 13 22 -9 12
17 West Ham 13 3 2 8 15 27 -12 11
18 Leeds 13 3 2 8 13 25 -12 11
19 Burnley 13 3 1 9 15 27 -12 10
20 Wolves 13 0 2 11 7 28 -21 2
Athugasemdir