Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
   fös 21. janúar 2022 13:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Raggi Sig leggur skóna á hilluna (Staðfest)
Raggi við hlið Kára í leik á HM 2018.
Raggi við hlið Kára í leik á HM 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Frá þessu var greint í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag og Ragnar staðfesti tíðindin í samtali við Fótbolta.net.

Raggi er 35 ára gamall og lék sem miðvörður á sínum ferli. Hann lék 97 landsleiki og skoraði fimm mörk með landsliðinu. Hann var lykilmaður í liðinu sem komst í tvær lokakeppnir og spilaði oftast við hlið Kára Árnasonar á þeim tíma.

Ragnar sneri heim til uppeldisfélagsins síðasta sumar og kom við sögu í fimm leikjum með Fylki þegar liðinu mistókst að halda sæti sínu í efstu deild.

Fótbolti.net ræddi við Ragnar í dag og birtist viðtal við hann seinna í dag.
Athugasemdir
banner
banner