Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
banner
   mið 21. janúar 2026 21:41
Brynjar Ingi Erluson
Senda Collyer í toppbaráttuna í B-deildinni
Toby Collyer fer til Hull
Toby Collyer fer til Hull
Mynd: EPA
Manchester United hefur ákveðið að senda miðjumanninn Toby Collyer á láni til B-deildarfélagsins Hull. Sky Sports greinir frá þessu í dag.

Collyer var kallaður til baka frá WBA fyrr í þessum mánuði og var upphaflega búist við því að hann myndi klára tímabilið með United.

Hann hefur verið að glíma við meiðsli en ákveðið var að leyfa Michael Carrick að taka ákvörðun um næstu skref.

Carrick hefur ákveðið að kraftar miðjumannsins muni nýtast betur hjá Hull City sem er að berjast um að komast upp í ensku úrvalsdeildina. Hann verður þar á láni út tímabilið.

Collyer er 22 ára gamall og spilað þrettán leiki með United.
Athugasemdir
banner
banner