Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 21. febrúar 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía um helgina - Birkir mætir Napoli í kvöld
Mynd: Getty Images
Það er fjörug helgi framundan í ítalska boltanum og hefst veislan strax í kvöld þegar Birkir Bjarnason og félagar í Brescia taka á móti Napoli. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Birkir byrjaði sinn fyrsta leik fyrir Brescia í síðustu umferð, er nýliðarnir töpuðu 2-0 gegn Ítalíumeisturum Juventus. Brescia er næstneðsta sæti deildarinnar sem stendur, sjö stigum frá Sampdoria í öruggu sæti.

Á morgun á Bologna heimaleik við Udinese áður en tveir sjónvarpsleikir fara af stað.

Botnlið SPAL tekur á móti Juventus áður en Fiorentina og AC Milan eigast við í áhugaverðum slag enda bæði lið á uppleið um þessar mundir.

Síðustu sex leikir helgarinnar fara fram á sunnudaginn. Lazio, spútnik lið tímabilsins, heimsækir fallbaráttulið Genoa í fyrsta leiknum.

Skemmtilegt lið Atalanta fær svo Sassuolo í heimsókn og er hægt að búast við fjörugri viðureign enda leggja bæði lið mikið upp úr sóknarleiknum.

Verona og Cagliari, sem hafa spilað yfir væntingum á tímabilinu, eigast við á sama tíma og Torino mætir Parma.

Roma tekur svo á móti Lecce áður en Inter fær Sampdoria í heimsókn á San Siro í síðasta leik helgarinnar.

Föstudagur:
19:45 Brescia - Napoli (Stöð 2 Sport)

Laugardagur:
14:00 Bologna - Udinese
17:00 SPAL - Juventus (Stöð 2 Sport 2)
19:45 Fiorentina - Milan (Stöð 2 Sport 3)

Sunnudagur:
11:30 Genoa - Lazio (Stöð 2 Sport)
14:00 Verona - Cagliari
14:00 Torino - Parma
14:00 Atalanta - Sassuolo (Stöð 2 Sport)
17:00 Roma - Lecce
19:45 Inter - Sampdoria (Stöð 2 Sport)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 32 16 7 9 57 38 +19 55
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
17 Udinese 32 4 16 12 30 48 -18 28
18 Frosinone 33 6 10 17 40 63 -23 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 33 2 9 22 26 70 -44 15
Athugasemdir
banner
banner
banner