Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 21. febrúar 2020 22:50
Ívan Guðjón Baldursson
Rooney skoraði með Panenka spyrnu: Alltaf stressaður
Í fyrsta sinn sem Rooney reynir Panenka spyrnu í leik.
Í fyrsta sinn sem Rooney reynir Panenka spyrnu í leik.
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney skoraði eina mark Derby County í 1-1 jafntefli gegn Fulham fyrr í kvöld. Markið skoraði hann úr vítaspyrnu í sínum fimmhundraðasta deildarleik á Englandi.

Rooney, sem er 34 ára, ákvað að taka vítaspyrnu að hætti Antonin Panenka. Hún heppnaðist en Rooney viðurkenndi að hann hafi verið stressaður.

„Þetta var frábær fótboltaleikur, það var mikið um færi á báðum endum vallarins. Markvörðurinn þeirra átti frábærar vörslur og er jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða," sagði Rooney.

„Ég er alltaf stressaður þegar ég tek vítaspyrnur. Þetta er í fyrsta sinn sem ég reyni Panenka spyrnu á ferlinum. Ég veit að markmenn eru með heimanám og skoða gamlar spyrnur frá mér þannig ég ákvað að prófa eitthvað nýtt. Sem betur fer fór boltinn inn.

„Mér líður vel, ég er að njóta þess að spila. Ég er búinn að spila 500 deildarleiki en ég ætla ekki að fagna því sérstaklega. Ég get fagnað þegar ég legg skóna á hilluna."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner