Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. mars 2023 16:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég skil hann mjög vel, ég var ekki ósammála einu einasta orði"
Antonio Conte.
Antonio Conte.
Mynd: Getty Images
Hörður Ágústsson.
Hörður Ágústsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tottenham er í baráttu um Meistaradeildarsæti en mun engan titil vinna á tímabilinu. Enn eitt árið.
Tottenham er í baráttu um Meistaradeildarsæti en mun engan titil vinna á tímabilinu. Enn eitt árið.
Mynd: Getty Images
Mourinho stýrði liðinu áður en Conte tók við.
Mourinho stýrði liðinu áður en Conte tók við.
Mynd: Getty Images
Tottenham fagnar marki.
Tottenham fagnar marki.
Mynd: EPA
Sagan segir að Conte verði rekinn í vikunni.
Sagan segir að Conte verði rekinn í vikunni.
Mynd: EPA
Það bárust fréttir af því í gærkvöldi að Tottenham væri búið að taka ákvörðun um að reka Ítalann Antonio Conte úr starfi.

Conte lét leikmenn sína heyra það - svo vægt sé til orða tekið - eftir 3-3 jafntefli liðsins gegn Southampton á laugardag. Spurs náði 3-1 forystu í leiknum en missti það niður í jafntefli. Conte var brjálaður í leikslok og lét gamminn geysa á fréttamannafundi.

„Ég er ekki hrifinn af því sem ég hef séð í síðustu leikjum og er alls ekki vanur að sjá þetta. Ég sé ekki lið, heldur mikið af eigingjörnum leikmönnum," sagði Conte og hélt áfram, en það sem hann sagði á fundinum má sjá hér fyrir neðan.

Hann sagði að hjá Tottenham væru menn vanir því að klúðra málunum og spila ekki um neitt mikilvægt. Hann gagnrýndi metnaðinn hjá félaginu og gaf í skyn að það hefði skapast hefði fyrir vonbrigðum hjá félaginu.

Hörður Ágústsson, stuðningsmaður Tottenham, var gestur í Enski boltinn hlaðvarpinu í gær þar sem hann var spurður út í þessa ræðu Conte, en Tottenham hefur verið mjög mikið upp og niður á þessu tímabili. Félagið hefur ekki unnið titil síðan 2008 þegar þeir tóku deildabikarinn.

„Ég ætla að fá að spóla aðeins til baka. Árið 2019 er Pochettino rekinn. Ég felldi tár og hélt fyrirlestur heima fyrir konuna og börnin að þetta væri búið, þessi gæi farinn. Það var einhver tenging sem vantaði og þá kemur Mourinho inn. Hjammi talaði um að það yrði geggjað," sagði Hörður.

„Eina liðið sem Mourinho hefur ekki unnið titil hjá er Tottenham. Conte verður sennilega rekinn í dag eða á morgun. Og hann hefur líka alltaf unnið titla þar sem hann hefur verið. Við höfum verið með fjölmarga þjálfara frá því Daniel Levy tók við stjórnartaumunum árið 2001. Þeir eru búnir að vinna á milli sín 57 titla annars staðar en hjá Tottenham."

Hörður talaði um að Mourinho og Conte hefðu hvorugir fengið þá leikmenn sem þeir vildu fá. Conte vildi til að mynda fá Alessandro Bastoni og Josko Gvardiol síðasta sumar.

„Þarna var plásturinn rifinn af og kveikt í. Ég hef aldrei séð svona áður hjá þjálfara," sagði Hörður um ræðuna hjá Conte. „Hann er Ítali og ekkert svakalega sleipur í ensku, en hann var rosalega reiður þarna. Ég skil hann mjög vel, ég var ekki ósammála einu einasta orði."

„Eina sem ég er ósammála er að þetta mátti koma fyrr."

Conte hefur raðað inn titlum á stjóraferli sínum en það hefur ekki gengið hjá Tottenham og hann er gríðarlega pirraður. „Ég held að hann sé mjög pirraður á því að fá ekki leikmennina sem hann átti að fá. Þetta er það sama og gerðist hjá Mourinho. Þetta er fótboltafélag sem er rekið sem tónleikaklúbbur, NFL-klúbbur og allskonar bull," sagði Hörður.

Conte hefur ekki spilað besta fótbolta í heimi hjá Tottenham en Hörður væri til í að halda honum. „Hann er með ákveðna aðferð sem hefur hingað til skilað árangri. Hver erum við að segja að svo sé ekki hjá okkur? Af hverju ætti það ekki að virka hjá okkur? Hann fer næst til PSG eða eitthvað og vinnur titla þar, 100 prósent."

„Hópurinn hjá Tottenham virðist vera samansafn af gaurum sem virðast ekki hafa hungrið eða viljann til að klára neitt. Þeir hafa fengið tækifæri til þess," sagði Hörður en Conte var að reyna að vekja menn til lífsins með þessum fréttamannafundi hjá sér. Hörður vonar að Conte haldi áfram í starfinu en það bendir ekkert til þess. Sagan segir að leikmenn séu sárir eftir það sem hann sagði á fundinum.

„Ég held að hann verði rekinn, en ég vona ekki... Levy (stjórnarformanni Tottenham) er skítsama um titla, ég held að það hljóti að vera. Hann er með hæsta miðaverð á Englandi og niðurstaðan er einn deildabikar í 20 ár. Hann er sáttur með það."

Hægt er að hlusta á alla umræðuna í spilaranum hér fyrir neðan þar sem hann ræðir meira um vandamál Tottenham, að það sé lítið plan í gangi. Tottenham er sem stendur í baráttu um Meistaradeildarsæti en það verður fróðlegt að sjá hvernig málin þróast hjá félaginu.

Sjá einnig:
„Það er fullt af lúserum í Tottenham liðinu"
Enski boltinn - Ræða Conte og Mitrovic ekkert gáfnaljós
Athugasemdir
banner
banner