Luka Modric, leikmanni Real Madrid og króatíska landsliðsins, var heitt í hamsi í leik Króatíu og Frakklands í 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar í gær.
Frakkar voru tveimur mörkum undir og reyndu að leita allra leiða til þess að komast inn í leikinn.
Þeir fengu álitlega sókn þegar Kylian Mbappe kom á sprettinum í teiginn en Luka Modric mætti honum, þó án þess að koma við hann en það var Josip Stanisic sem ýtti aðeins við Mbappe sem fór beint fyrir Modric.
Mbappe reyndi að fiska vítaspyrnu með að láta sig detta og var Modric ekki að fara leyfa honum að komast upp með það. Króatinn hljóp að Mbappe og gersamlega urðaði yfir Frakkann sem glotti til baka.
Engin vítaspyrna var dæmd og þá slapp Mbappe við gult spjald fyrir dýfu.
Króatar unnu leikinn 2-0 og eru komnir í vænlega stöðu fyrir síðari leikinn sem er spilaður í Frakklandi.
Modri? telling Mbappé not to dive ???? pic.twitter.com/YHLYXnz792
— Dr Yash ? (@YashRMFC) March 20, 2025
Athugasemdir