Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 21. apríl 2019 21:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frakkland: Mbappe setti þrennu gegn Monaco
Þrenna í kvöld.
Þrenna í kvöld.
Mynd: Getty Images
PSG 3-1 Monaco
1-0 Kylian Mbappe ('15)
2-0 Kylian Mbappe ('38)
3-0 Kylian Mbappe ('55)
3-1 Aleksandr Golovin ('80)

PSG var orðið franskur meistari fyrir leik liðsins gegn Monaco í dag. Það var orðið ljóst eftir að Lille sem situr í öðru sæti deildarinnar gerði jafntefli við Toulouse í dag.

PSG hafði fyrir leikinn í kvöld mistekist að vinna síðustu þrjá leiki sína í deildinni sem er fáheyrt á þeim bænum.

Kylian Mbappe kom heimamönnum yfir á 15. mínútu eftir undirbúning frá Moussa Diaby, nítján ára gömlum leikmanni. Mbappe var svo aftur á ferðinni á 38. mínútu og skoraði þá aftur, nú eftir stungusendingu frá Dani Alves.

Á 55. mínútu fékk Mbappe aftur sendingu frá Alves og skoraði í autt markið. Mínútu áður skoraði Moussa Diaby mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. Þegar tíu mínútur lifðu leiks skoraði Alexandr Golovin sárabótarmark fyrir Monaco.

Í upphafi seinni hálfleiks kom Neymar inn á hjá heimamönnum en hann meiddist í bikarleik í janúar og hefur ekki verið með síðan.

Kylian Mbappe varð tvítugur í desember og hefur nú þegar skorað þrjátíu mörk á leiktíðinni. Alls hefur hann skorað 59 mörk á ferlinum í Ligue 1.




Athugasemdir
banner
banner
banner