Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fös 23. apríl 2021 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Óli Valur Ómarsson (Stjarnan)
Í leik með U17 fyrir rúmu ári
Í leik með U17 fyrir rúmu ári
Mynd: Hulda Margrét
Adolf Daði er bæði efnilegur á vellinum og öflugur í Fortnite
Adolf Daði er bæði efnilegur á vellinum og öflugur í Fortnite
Mynd: Hulda Margrét
Brynjar Gauti Guðjónsson
Brynjar Gauti Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Himmi höstler
Himmi höstler
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Bjarni í baráttunni gegn Keflavík
Ólafur Bjarni í baráttunni gegn Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óli Valur er efnilegur framherji sem uppalinn er hjá Stjörnunni. Óli kom inn á í sínum fyrsta meistaraflokksleik sumarið 2019. Í fyrra kom hann við sögu í átta leikjum í deild og bikar.

Hann á að baki ellefu leiki fyrir yngri landslið Íslands og hefur skorað eitt mark í þeim leikjum. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Óli Valur Ómarsson

Gælunafn: Pun

Aldur: 18 ára

Hjúskaparstaða: Föstu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Æfingaleikur á móti víking 2018

Uppáhalds drykkur: Grænt Vit Hit

Uppáhalds matsölustaður: Rif Restaurant

Hvernig bíl áttu: Nissan Leaf

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Grey’s Anatomy

Uppáhalds tónlistarmaður: Lil Baby

Uppáhalds hlaðvarp: FM95BLÖ

Fyndnasti Íslendingurinn: Jóhann Sævar

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Borða ekki ís

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Já”

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Hef ekki hugmynd

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Birkir Már eða Hannes Þór

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Siggi Höskulds, Veigar Páll og Andrés Már

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Brynjari Gauta á æfingum

Sætasti sigurinn: Gothia cup úrslitin 2019

Mestu vonbrigðin: Undanúrslitin í íslandsmótinu 2019

Uppáhalds lið í enska: Liverpool

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ólaf Bjarna úr Njarðvík

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Adolf Daði er mjög góður

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Hilmar Árni Halldórsson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Aníta Kristín Árnadóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Hilmar Árni Halldórsson

Uppáhalds staður á Íslandi: Álftanesið

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Í sjöunda flokki þegar að ég hélt að væri kominn halfleikur, tók boltann upp með höndum og hit liðið fékk víti.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Nei

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Hræðilegur í Dönsku

Vandræðalegasta augnablik: Það var hræðilegt að syngja í nýliðavígslunni

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Adolf Daða, Hilmar Árna og Einar Karl það væri veisla. Spilum stundum Fortnite saman og það er alltaf veisla. Einsi væri captain, Dolli myndi skemmta okkur og ég og Himmi myndum bara hlæja

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er frábær í stærfræði

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Haraldur Björnsson, hann er bara algjör kóngur!

Hverju laugstu síðast: Að ég væri að hlusta á stærðfræði kennarann

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spurja Messi hvað það þarf til að ná árangri


Einar Karl, spyrnu- og Fortnite sérfræðingur.
Athugasemdir
banner
banner