Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 21. apríl 2021 21:53
Brynjar Ingi Erluson
Kjarnafæðismótið: KA meistari eftir sigur á Þór
KA er meistari í Kjarnafæðismótinu
KA er meistari í Kjarnafæðismótinu
Mynd: Hanna Símonardóttir
KA er meistari í Kjarnafæðismóti karla er liðið vann Þór eftir vítaspyrnukeppni á KA-vellinum í kvöld. KA vann 4-2 í vítakeppninni en Þórsarar klúðruðu tveimur vítum.

Jakob Snær Árnason kom Þórsurum yfir á 49. mínútu með skoti fyrir utan teig.

Það tók KA ekki langan tíma að jafna metin en Steinþór Freyr Þorsteinsson gerði markið. KA-menn keyrðu í sókn, Steinþór fékk boltann vinstra megin í teignum og skoraði örugglega með laglegu skoti.

Staðan 1-1 eftir venjulegan leiktíma. Það þurfti vítaspyrnukeppni til að útkljá þetta einvígi. KA skoraði úr öllum fjórum spyrnum sínum en Þórsarar klúðruðu tveimur spyrnum. Steinþór Már Auðunsson, markvörður KA, fór á punktinn í fjórðu spyrnu KA og skoraði örugglega.

Vítaspyrnukeppnin:
1-0 Andri Fannar Stefánsson
1-1 Ólafur Aron Pétursson
2-1 Sveinn Margeir Hauksson
2-1 Nikolaj Kristinn Stojanovic klúðrar
3-1 Gunnar Örvar Stefánsson
3-2 Ásgeir Marinó Baldvinsson
4-2 Steinþór Már Auðunsson
4-2 Aðalgeir Axelsson klúðrar
Athugasemdir
banner
banner
banner