Ítalski vinstri bakvörðurinn Destiny Udogie verður ekki með á Evrópumótinu í Þýskalandi vegna aðgerðar sem hann gekkst undir í gær.
Udogie hefur verið frábær í liði Tottenham á fyrsta tímabili sínu með liðinu.
Hann hafði aðeins misst úr í tveimur leikjum á tímabilinu eða þangað til að hann staðfesti á Instagram-síðu sinni að hann yrði ekki meira með en ekki kom frekari tímasetning á endurkomu.
Fabrizio Romano segir á X að Udogie verði frá í þrjá mánuði eftir að hafa gengist undir aðgerð á dögunum.
Það þýðir að Udogie mun ekki ná Evrópumótinu með Ítölum í sumar, en verður klár í undirbúningstímabilið með Tottenham.
Athugasemdir