Alonso mikill aðdáandi Zubimendi - Funda í þriðja sinn um Fernandes - Ten Hag að taka við Leverkusen?
   mán 21. apríl 2025 22:29
Ívan Guðjón Baldursson
Nuno: Neyddumst til að verjast
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Nuno Espírito Santo þjálfari Nottingham Forest var himinlifandi eftir sigur á útivelli gegn Tottenham Hotspur í kvöld.

Portúgalski þjálfarinn viðurkennir að sínir menn hafi verið heppnir að fara með sigur af hólmi gegn feykilega sterkum og afar sókndjörfum andstæðingum.

Forest er óvænt í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar, í gríðarlega spennandi baráttu um Meistaradeildarsæti fyrir næstu leiktíð.

„Við erum að berjast um eitthvað sem enginn bjóst við og við náum í ótrúlega erfið og dýrmæt stig í kvöld. Við gátum ekki gert neitt annað en að verjast gegn virkilega öflugu sóknarliði og vorum heppnir að landa sigrinum að lokum," sagði Espírito Santo eftir sigurinn.

„Við byrjuðum leikinn vel en svo tók Tottenham alla stjórn. Við ætluðum að reyna að halda boltanum betur innan liðsins og sækja meira í síðari hálfleik en það gekk ekki eftir. Ég er mjög stoltur af strákunum fyrir að hafa náð að verjast svona vel til leiksloka. Það er ekki auðvelt, sérstaklega þegar þreytan byrjar að segja til sín og ekki bara líkamlega þreytan heldur líka þessi andlega.

„Tottenham eiga hrós skilið fyrir öll færin sem þeir sköpuðu gegn okkur. Við vorum heppnir að sigra þennan leik, Matz (Sels) var frábær. Hann hefur verið í lykilhlutverki allt tímabilið og stuðningsmennirnir líka. Þeir hjálpuðu okkur mikið í kvöld, þeir gáfu leikmönnum kraftinn til að taka þessa síðustu spretti sem gerðu okkur kleift að halda forystunni. Stuðningsmenn hafa verið stórkostlegir allt tímabilið og við getum ekki þakkað þeim nógu mikið fyrir.

„Núna er stór vika framundan. Við þurfum að undirbúa okkur vel fyrir Wembley."


Nottingham Forest mætir Manchester City í úrslitaleik FA bikarsins á sunnudaginn áður en liðið reynir að halda sér í Meistaradeildarsæti með leikjum gegn Brentford, Crystal Palace, Leicester, West Ham og Chelsea á lokakaflanum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner