Liverpool gæti nýtt sér ákvæði í samningi Semenyo- Ungur miðjumaður á blaði hjá Liverpool og Man Utd - West Ham vill Strand Larsen
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   þri 21. maí 2024 22:10
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Eins og að fá nýjan leikmann í okkar hóp
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Stjörnunni á Kópavogsvelli í kvöld þegar 7.umferð Bestu deildar karla lauk göngu sinni. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

„Alltaf bara góð tilfining að vinna og fá þrjú stig þannig við erum bara glaðir.” Sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir sigurinn í kvöld.

„Þetta var opin og skemmtilegur leikur. Hörku barátta og mikið um færi þannig ég er bara mjög sáttur.” 

Breiðablik spiluðu vel framan af leik en síðustu 20-30 mínúturnar virkuðu þeir meira í ‘survival mode’ á meðan Stjarnan bankaði hressiega á dyrnar.

„Þú ert að push-a það með þrjátíu, held að Damir hafi fengið dauðafæri á fjærstönginni í kringum 70.mínútu og þá vorum við ennþá að banka. Fram að því þá vorum við búnir að fá það mikið af færum að maður var mjög svekktur að vera ekki kominn með betri forystu.”

„Það er auðvitað þannig að þegar þú ert að spila á móti sterku liði eins og Stjörnunni og þú ert bara með eitt mark að þá á einhverjum tímapunkti fara þeir að banka hressilega á. Þetta voru svona tuttugu mínútur sem að þeir lágu svona hressilega á okkur og við áttum erfitt með að komast upp og halda í boltann sem maður er kannski ósáttur við en stundum er það bara þannig að þá þarftu að verja markið þitt og mér fannst við gera það virkilega vel.” 

Patrik Johannesen byrjaði í dag og skoraði og lagði upp sigurmarkið. 

„Patrik er búin að leggja á sig mikla vinnu, koma tilbaka og æfa vel. Hann hefur verið að fá mínútur hér og þar og við höfum verið að fara varlega með hann. Frábært fyrir hann að fá fyrsta startið sitt í rúmlega ár og hann bara stóð sig frábærlega. Þetta er bara eins og að fá nýjan leikmann í okkar hóp að fá hann í topp standi þannig Patrik var frábær í dag.”

Nánar er rætt við Halldór Árnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner