Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
   þri 21. maí 2024 22:10
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Eins og að fá nýjan leikmann í okkar hóp
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Stjörnunni á Kópavogsvelli í kvöld þegar 7.umferð Bestu deildar karla lauk göngu sinni. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

„Alltaf bara góð tilfining að vinna og fá þrjú stig þannig við erum bara glaðir.” Sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir sigurinn í kvöld.

„Þetta var opin og skemmtilegur leikur. Hörku barátta og mikið um færi þannig ég er bara mjög sáttur.” 

Breiðablik spiluðu vel framan af leik en síðustu 20-30 mínúturnar virkuðu þeir meira í ‘survival mode’ á meðan Stjarnan bankaði hressiega á dyrnar.

„Þú ert að push-a það með þrjátíu, held að Damir hafi fengið dauðafæri á fjærstönginni í kringum 70.mínútu og þá vorum við ennþá að banka. Fram að því þá vorum við búnir að fá það mikið af færum að maður var mjög svekktur að vera ekki kominn með betri forystu.”

„Það er auðvitað þannig að þegar þú ert að spila á móti sterku liði eins og Stjörnunni og þú ert bara með eitt mark að þá á einhverjum tímapunkti fara þeir að banka hressilega á. Þetta voru svona tuttugu mínútur sem að þeir lágu svona hressilega á okkur og við áttum erfitt með að komast upp og halda í boltann sem maður er kannski ósáttur við en stundum er það bara þannig að þá þarftu að verja markið þitt og mér fannst við gera það virkilega vel.” 

Patrik Johannesen byrjaði í dag og skoraði og lagði upp sigurmarkið. 

„Patrik er búin að leggja á sig mikla vinnu, koma tilbaka og æfa vel. Hann hefur verið að fá mínútur hér og þar og við höfum verið að fara varlega með hann. Frábært fyrir hann að fá fyrsta startið sitt í rúmlega ár og hann bara stóð sig frábærlega. Þetta er bara eins og að fá nýjan leikmann í okkar hóp að fá hann í topp standi þannig Patrik var frábær í dag.”

Nánar er rætt við Halldór Árnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner