Haaland að fá nýjan risasamning - Ruud í molum - Llorente aftur í úrvalsdeildina? - Cherki til Liverpool?
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
Andri Lucas: Geggjuð upplifun fyrir mig og mína fjölskyldu
Sverrir Ingi klár í slaginn: Við verðum ferskir á laugardaginn
Jói Berg á staðnum þar sem hann gifti sig - „Yndislegt að rifja upp góðar minningar“
Davíð Snorri: Hægt að grenja úti í horni en við hjálpumst að og leysum vandamálin
Virðist stutt í næsta skref Loga - „Það er góð spurning“
Mikael Egill: Eiginlega ólýsanlegt að spila í Serie A
Dagur elskar ævintýrin í MLS: Allt bensín var búið og maturinn líka
Willum finnur fyrir ást í Birmingham - „Klúbbur sem á alls ekki að vera þarna“
   þri 21. maí 2024 22:10
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Eins og að fá nýjan leikmann í okkar hóp
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Stjörnunni á Kópavogsvelli í kvöld þegar 7.umferð Bestu deildar karla lauk göngu sinni. 


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  1 Stjarnan

„Alltaf bara góð tilfining að vinna og fá þrjú stig þannig við erum bara glaðir.” Sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir sigurinn í kvöld.

„Þetta var opin og skemmtilegur leikur. Hörku barátta og mikið um færi þannig ég er bara mjög sáttur.” 

Breiðablik spiluðu vel framan af leik en síðustu 20-30 mínúturnar virkuðu þeir meira í ‘survival mode’ á meðan Stjarnan bankaði hressiega á dyrnar.

„Þú ert að push-a það með þrjátíu, held að Damir hafi fengið dauðafæri á fjærstönginni í kringum 70.mínútu og þá vorum við ennþá að banka. Fram að því þá vorum við búnir að fá það mikið af færum að maður var mjög svekktur að vera ekki kominn með betri forystu.”

„Það er auðvitað þannig að þegar þú ert að spila á móti sterku liði eins og Stjörnunni og þú ert bara með eitt mark að þá á einhverjum tímapunkti fara þeir að banka hressilega á. Þetta voru svona tuttugu mínútur sem að þeir lágu svona hressilega á okkur og við áttum erfitt með að komast upp og halda í boltann sem maður er kannski ósáttur við en stundum er það bara þannig að þá þarftu að verja markið þitt og mér fannst við gera það virkilega vel.” 

Patrik Johannesen byrjaði í dag og skoraði og lagði upp sigurmarkið. 

„Patrik er búin að leggja á sig mikla vinnu, koma tilbaka og æfa vel. Hann hefur verið að fá mínútur hér og þar og við höfum verið að fara varlega með hann. Frábært fyrir hann að fá fyrsta startið sitt í rúmlega ár og hann bara stóð sig frábærlega. Þetta er bara eins og að fá nýjan leikmann í okkar hóp að fá hann í topp standi þannig Patrik var frábær í dag.”

Nánar er rætt við Halldór Árnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner