Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
   þri 21. júní 2022 23:18
Haraldur Örn Haraldsson
Kaj Leo: Ég veðjaði og það tókst
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kaj Leo Í Bartalstovu leikmaður ÍA skoraði eina mark heimamanna í kvöld þegar þeir mættu FH. Liðin skildu jöfn í kvöld en veðrið og aðstæður gerðu mönnum erfitt fyrir.

Kaj bað um að taka viðtalið á ensku en hann er færeyskur og talar ágæta íslensku en treysti sér ekki í viðtalið á öðru en ensku. Viðtalið verður þó þýtt hér fyrir neðan.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  1 FH

„Við vildum augljóslega fá 3 stig en það gerðist ekki í dag. Ef þú hugsar út í aðstæðurnar sem við höfðum í dag þá gerðum við vel. Við reyndum að spila fótbolta en það var frekar erfitt því völlurinn var blautur og það var mikill vindur. En allt í allt var jafntefli líkast til sanngjörn niðurstaða. Þótt við vildum öll 3 stigin verðum við að vera sáttir með 1 stig í dag."

Kaj Leo skoraði mark ÍA eftir slæm mistök frá Atla Gunnari markvarðar FH.

„Ég vissi að völlurinn væri mjög erfður og ég sá að hann ætlaði að taka snertingu. Þannig ég veðjaði á það að hann myndi taka snertingu sem ég gæti náð til og það tókst. Í svona aðstæðum verður maður bara að vera tilbúinn að nýta sér slíkt."

ÍA hefur fengið 2 stig úr þeim 2 leikjum sem hafa komið eftir landsleikjahlé en frammistaðan hefur verið betri.

„Við höfum alveg klárlega spilað betur núna, við áttum frekar slæma leiki áður en mér líður eins og við hefðum átt að vinna báða síðustu 2 leiki og það er svekkjandi. Jákvæði hlutinn er þó að við erum að spila miklu betur núna og við munum verða betri út tímabilið."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner