PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   þri 21. júní 2022 23:18
Haraldur Örn Haraldsson
Kaj Leo: Ég veðjaði og það tókst
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kaj Leo Í Bartalstovu leikmaður ÍA skoraði eina mark heimamanna í kvöld þegar þeir mættu FH. Liðin skildu jöfn í kvöld en veðrið og aðstæður gerðu mönnum erfitt fyrir.

Kaj bað um að taka viðtalið á ensku en hann er færeyskur og talar ágæta íslensku en treysti sér ekki í viðtalið á öðru en ensku. Viðtalið verður þó þýtt hér fyrir neðan.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  1 FH

„Við vildum augljóslega fá 3 stig en það gerðist ekki í dag. Ef þú hugsar út í aðstæðurnar sem við höfðum í dag þá gerðum við vel. Við reyndum að spila fótbolta en það var frekar erfitt því völlurinn var blautur og það var mikill vindur. En allt í allt var jafntefli líkast til sanngjörn niðurstaða. Þótt við vildum öll 3 stigin verðum við að vera sáttir með 1 stig í dag."

Kaj Leo skoraði mark ÍA eftir slæm mistök frá Atla Gunnari markvarðar FH.

„Ég vissi að völlurinn væri mjög erfður og ég sá að hann ætlaði að taka snertingu. Þannig ég veðjaði á það að hann myndi taka snertingu sem ég gæti náð til og það tókst. Í svona aðstæðum verður maður bara að vera tilbúinn að nýta sér slíkt."

ÍA hefur fengið 2 stig úr þeim 2 leikjum sem hafa komið eftir landsleikjahlé en frammistaðan hefur verið betri.

„Við höfum alveg klárlega spilað betur núna, við áttum frekar slæma leiki áður en mér líður eins og við hefðum átt að vinna báða síðustu 2 leiki og það er svekkjandi. Jákvæði hlutinn er þó að við erum að spila miklu betur núna og við munum verða betri út tímabilið."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner