Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   þri 21. júní 2022 23:18
Haraldur Örn Haraldsson
Kaj Leo: Ég veðjaði og það tókst
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Kaj Leo Í Bartalstovu leikmaður ÍA skoraði eina mark heimamanna í kvöld þegar þeir mættu FH. Liðin skildu jöfn í kvöld en veðrið og aðstæður gerðu mönnum erfitt fyrir.

Kaj bað um að taka viðtalið á ensku en hann er færeyskur og talar ágæta íslensku en treysti sér ekki í viðtalið á öðru en ensku. Viðtalið verður þó þýtt hér fyrir neðan.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  1 FH

„Við vildum augljóslega fá 3 stig en það gerðist ekki í dag. Ef þú hugsar út í aðstæðurnar sem við höfðum í dag þá gerðum við vel. Við reyndum að spila fótbolta en það var frekar erfitt því völlurinn var blautur og það var mikill vindur. En allt í allt var jafntefli líkast til sanngjörn niðurstaða. Þótt við vildum öll 3 stigin verðum við að vera sáttir með 1 stig í dag."

Kaj Leo skoraði mark ÍA eftir slæm mistök frá Atla Gunnari markvarðar FH.

„Ég vissi að völlurinn væri mjög erfður og ég sá að hann ætlaði að taka snertingu. Þannig ég veðjaði á það að hann myndi taka snertingu sem ég gæti náð til og það tókst. Í svona aðstæðum verður maður bara að vera tilbúinn að nýta sér slíkt."

ÍA hefur fengið 2 stig úr þeim 2 leikjum sem hafa komið eftir landsleikjahlé en frammistaðan hefur verið betri.

„Við höfum alveg klárlega spilað betur núna, við áttum frekar slæma leiki áður en mér líður eins og við hefðum átt að vinna báða síðustu 2 leiki og það er svekkjandi. Jákvæði hlutinn er þó að við erum að spila miklu betur núna og við munum verða betri út tímabilið."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner