Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   fös 21. júní 2024 21:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Þegar þetta tæki hittir boltann þá er eins og hleypt sé af skoti”
,,Á ekki að hafa áhyggjur eins og maður hafði”
Kvenaboltinn
Jóhann Kristinn
Jóhann Kristinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hildur Anna Birgisdóttir
Hildur Anna Birgisdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór/KA lagði Fylki af velli í Bestu deild kvenna í kvöld. Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari liðsins var sáttur í leikslok en þetta var torsóttur sigur.


Lestu um leikinn: Þór/KA 3 -  1 Fylkir

„Eins og við vissum fyrirfram var þetta erfitt og torsótt og ofan á það fannst mér við gera þetta okkur erfitt fyrir í fyrri hálfleiknum," sagði Jóhann Kristinn.

„Þetta var ekki ókunn uppskrift af því að lið sem á að vera sterkara fyrirfram er að byrja að skvetta á hitt liðið en svo þegar þú færð ekkert út úr því eykst vonin hjá liðinu sem var hrætt í byrjun og þannig jafnast leikurinn. Þær eru með gæði í liðinu og gott plan, þær gerðu vel í fyrri hálfleik en að sama skapi fannst mér við geta gert betur en stelpurnar finna alltaf leið. Maður á ekki að hafa áhyggjur eins og maður hafði kannski á kafla undir lok fyrri hálfleiksins því þær gefast aldrei upp."

Hildur Anna Birgisdóttir skoraði glæsilegt mark en þetta var annað markið hennar í röð fyrir félagið.

„Hún er mögnuð, þegar þetta tæki hittir boltann þá er það eins og sé hleypt af skoti. Ég var ánægður með öll mörkin, flott að Lara kæmist á blað líka," sagði Jóhann Kristinn.

Þá kom Karen María Sigurgeirsdóttir inn á sem varamaður en hún er að koma til baka eftir að hafa fengið botnlangakast fyrr í þessum mánuði.

„Það er gríðarlega jákvætt. Hún er nýkomin aftur af stað og mér finnst hún mjög fersk. Augsýnilega er hún botnlanganum léttari," sagði Jóhann Kristinn.


Athugasemdir
banner
banner