29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fös 21. júní 2024 21:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Þegar þetta tæki hittir boltann þá er eins og hleypt sé af skoti”
,,Á ekki að hafa áhyggjur eins og maður hafði”
Kvenaboltinn
Jóhann Kristinn
Jóhann Kristinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hildur Anna Birgisdóttir
Hildur Anna Birgisdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór/KA lagði Fylki af velli í Bestu deild kvenna í kvöld. Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari liðsins var sáttur í leikslok en þetta var torsóttur sigur.


Lestu um leikinn: Þór/KA 3 -  1 Fylkir

„Eins og við vissum fyrirfram var þetta erfitt og torsótt og ofan á það fannst mér við gera þetta okkur erfitt fyrir í fyrri hálfleiknum," sagði Jóhann Kristinn.

„Þetta var ekki ókunn uppskrift af því að lið sem á að vera sterkara fyrirfram er að byrja að skvetta á hitt liðið en svo þegar þú færð ekkert út úr því eykst vonin hjá liðinu sem var hrætt í byrjun og þannig jafnast leikurinn. Þær eru með gæði í liðinu og gott plan, þær gerðu vel í fyrri hálfleik en að sama skapi fannst mér við geta gert betur en stelpurnar finna alltaf leið. Maður á ekki að hafa áhyggjur eins og maður hafði kannski á kafla undir lok fyrri hálfleiksins því þær gefast aldrei upp."

Hildur Anna Birgisdóttir skoraði glæsilegt mark en þetta var annað markið hennar í röð fyrir félagið.

„Hún er mögnuð, þegar þetta tæki hittir boltann þá er það eins og sé hleypt af skoti. Ég var ánægður með öll mörkin, flott að Lara kæmist á blað líka," sagði Jóhann Kristinn.

Þá kom Karen María Sigurgeirsdóttir inn á sem varamaður en hún er að koma til baka eftir að hafa fengið botnlangakast fyrr í þessum mánuði.

„Það er gríðarlega jákvætt. Hún er nýkomin aftur af stað og mér finnst hún mjög fersk. Augsýnilega er hún botnlanganum léttari," sagði Jóhann Kristinn.


Athugasemdir
banner