Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
Dóri Árna: Þurfum að standa upp og svara almennilega
Höskuldur: Erum að missa stórkostlegan leikmann
Ekki erfitt val þó áhuginn hafi verið mikill - „Mjög góð ákvörðun hjá mér í fyrra"
Stór stund fyrir Kötlu - „Bara alveg frá því ég byrjaði í fótbolta"
Ingibjörg: Ekkert skemmtilegra en að spila með henni
Guðrún létt: Ég verð að fara að drullast til að skora
Fannst misskilningurinn fyndinn - „Aldrei rétt þegar ég er þjálfarinn"
Glódís: Gæti talið upp nokkrar sem mér finnst betri
Mikill heiður að fara í íslensku treyjuna - „Upplifir ekki svona á öðrum stað"
Sveindís fór yfir sigurmarkið: Svo kemur ein fljúgandi á móti mér
Ómar Björn: Loksins að fá að skora á heimavelli
Jón Þór svekktur út í sjálfan sig: Var pínu hikandi að taka menn útaf
Talar um ítölsku ræturnar og góðan varnarleik - „Simeone væri stoltur“
Rúnar Páll: Sól í stúkunni og smá brúnka
Ísak Óli: Særð dýr koma alltaf og bíta frá sér
Ómar: Óhað frammistöðu þá þurfum við að vinna næsta leik
Kjartan Henry: Leikur sem reyndi á allskonar hliðar fótboltans
Hallgrímur Mar: Geggjuð ferð vestur - fórum á Bolafjallið
Haddi eftir átta gul spjöld á KA: Öll miðjan mín er í banni í næsta leik
Davíð Smári ósáttur við Helga Mikael: Hvað segi ég rangt ef ég segi nafn dómarans?
   fös 21. júní 2024 21:58
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Þegar þetta tæki hittir boltann þá er eins og hleypt sé af skoti”
,,Á ekki að hafa áhyggjur eins og maður hafði”
Jóhann Kristinn
Jóhann Kristinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hildur Anna Birgisdóttir
Hildur Anna Birgisdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þór/KA lagði Fylki af velli í Bestu deild kvenna í kvöld. Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari liðsins var sáttur í leikslok en þetta var torsóttur sigur.


Lestu um leikinn: Þór/KA 3 -  1 Fylkir

„Eins og við vissum fyrirfram var þetta erfitt og torsótt og ofan á það fannst mér við gera þetta okkur erfitt fyrir í fyrri hálfleiknum," sagði Jóhann Kristinn.

„Þetta var ekki ókunn uppskrift af því að lið sem á að vera sterkara fyrirfram er að byrja að skvetta á hitt liðið en svo þegar þú færð ekkert út úr því eykst vonin hjá liðinu sem var hrætt í byrjun og þannig jafnast leikurinn. Þær eru með gæði í liðinu og gott plan, þær gerðu vel í fyrri hálfleik en að sama skapi fannst mér við geta gert betur en stelpurnar finna alltaf leið. Maður á ekki að hafa áhyggjur eins og maður hafði kannski á kafla undir lok fyrri hálfleiksins því þær gefast aldrei upp."

Hildur Anna Birgisdóttir skoraði glæsilegt mark en þetta var annað markið hennar í röð fyrir félagið.

„Hún er mögnuð, þegar þetta tæki hittir boltann þá er það eins og sé hleypt af skoti. Ég var ánægður með öll mörkin, flott að Lara kæmist á blað líka," sagði Jóhann Kristinn.

Þá kom Karen María Sigurgeirsdóttir inn á sem varamaður en hún er að koma til baka eftir að hafa fengið botnlangakast fyrr í þessum mánuði.

„Það er gríðarlega jákvætt. Hún er nýkomin aftur af stað og mér finnst hún mjög fersk. Augsýnilega er hún botnlanganum léttari," sagði Jóhann Kristinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner