Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
   sun 21. júlí 2019 18:52
Magnús Þór Jónsson
Andri: Náum ekki í fleiri stig ef leikmenn leggja sig ekki fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Ólafsson, annar þjálfara ÍBV var að sjálfsögðu svekktur í leikslok 0-3 taps á Wurthvellinum í dag.

"Ég er aðallega svekktur með frammistöðuna, sérstaklega í fyrri hálfleik. +Ég segi ekki að leikurinn hafi verið búinn eftir kortér en þetta var strax orðin brekka."

Hvað var eiginlega í gangi fyrstu 15 mínúturnar?

"Það er rétt að þeir fengu mikinn tíma, við vorum nokkuð þéttir en það var samt hægt að spila aftur fyrir okkur og líka hægt að spila í gegnum okkur, það var bara eins og við værum í skuggaleik.  Ef ég vissi hvað fór úrskeiðis þá hefði ég öskrað það inná en ég veit ekki alveg hvað er að frétta hjá okkur."

Annað mark Fylkismanna kom á síðustu sekúndum hálfleiksins, upp úr föstu leikatriði, nokkuð sem skipti miklu máli fyrir leikinn.

"Við vorum bara nokkuð fegnir með að virðast vera að sigla bara 1-0 undir í lok fyrri hálfleiks.  Menn labba til baka, eru lengi að skila sér heim, kemur kross og klafs, mögulega hendi sem skiptir ekki öllu og mark.  Þetta eru svona simple grunnur að skila sér til baka og leggja smá á sig fyrir þann klúbb sem þú ert að spila fyrir þig.  Á meðan við höfum það ekki og erum í neðsta sæti með fimm stig þá segir það sig sjálft að það koma ekki fleiri stig ef menn ætla ekki að leggja sig fram."

Andri vill að leikmennirnir taki meiri ábyrgð.

"Það er ekki hægt að það séu ekki einhverjir litlir kallar á bekknum gargandi inná til að færa menn til í stöðum og búa til pepp.  Það verður að koma líka frá leikmönnunum sjálfum.

Nú verðum við að núllstilla, við erum enn að horfa á að þetta tímabil geti gengið upp.  Þetta liggur í næstu 4 - 5 leikjum"


Nánar er rætt við Andra í viðtalinu sem fylgir.



Athugasemdir
banner