Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   sun 21. júlí 2019 18:52
Magnús Þór Jónsson
Andri: Náum ekki í fleiri stig ef leikmenn leggja sig ekki fram
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Ólafsson, annar þjálfara ÍBV var að sjálfsögðu svekktur í leikslok 0-3 taps á Wurthvellinum í dag.

"Ég er aðallega svekktur með frammistöðuna, sérstaklega í fyrri hálfleik. +Ég segi ekki að leikurinn hafi verið búinn eftir kortér en þetta var strax orðin brekka."

Hvað var eiginlega í gangi fyrstu 15 mínúturnar?

"Það er rétt að þeir fengu mikinn tíma, við vorum nokkuð þéttir en það var samt hægt að spila aftur fyrir okkur og líka hægt að spila í gegnum okkur, það var bara eins og við værum í skuggaleik.  Ef ég vissi hvað fór úrskeiðis þá hefði ég öskrað það inná en ég veit ekki alveg hvað er að frétta hjá okkur."

Annað mark Fylkismanna kom á síðustu sekúndum hálfleiksins, upp úr föstu leikatriði, nokkuð sem skipti miklu máli fyrir leikinn.

"Við vorum bara nokkuð fegnir með að virðast vera að sigla bara 1-0 undir í lok fyrri hálfleiks.  Menn labba til baka, eru lengi að skila sér heim, kemur kross og klafs, mögulega hendi sem skiptir ekki öllu og mark.  Þetta eru svona simple grunnur að skila sér til baka og leggja smá á sig fyrir þann klúbb sem þú ert að spila fyrir þig.  Á meðan við höfum það ekki og erum í neðsta sæti með fimm stig þá segir það sig sjálft að það koma ekki fleiri stig ef menn ætla ekki að leggja sig fram."

Andri vill að leikmennirnir taki meiri ábyrgð.

"Það er ekki hægt að það séu ekki einhverjir litlir kallar á bekknum gargandi inná til að færa menn til í stöðum og búa til pepp.  Það verður að koma líka frá leikmönnunum sjálfum.

Nú verðum við að núllstilla, við erum enn að horfa á að þetta tímabil geti gengið upp.  Þetta liggur í næstu 4 - 5 leikjum"


Nánar er rætt við Andra í viðtalinu sem fylgir.



Athugasemdir