Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 21. júlí 2021 21:37
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: Höttur/Huginn þurfti sjálfsmark gegn Sindra
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sindri 0 - 1 Höttur/Huginn
0-1 Abdul Bangura ('43, sjálfsmark)

Höttur/Huginn er með þægilega forystu á toppi 3. deildar eftir sigur á Sindra í dag.

Eina mark leiksins kom undir lok fyrri hálfleiks og var það Abdul Bangura sem varð þá fyrir því óláni að setja knöttinn í eigið net.

Þetta var annar sigur Hattar/Hugins í röð og er liðið með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar. Sindri situr um miðja deild, þó aðeins fjórum stigum frá öðru sætinu.

Höttur/Huginn stefnir beinustu leið upp í 2. deild á meðan Sindri þarf að vinna nokkra leiki í röð til að blanda sér í baráttuna um annað sætið.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner