Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 21. ágúst 2019 13:26
Magnús Már Einarsson
Elliði og Fylkir með styrktarleik fyrir Aron á föstudaginn
Aron Sigurvinsson.
Aron Sigurvinsson.
Mynd: Höttur/Huginn
Þann 5.ágúst lenti Fylkismaðurinn og gæðablóðið Aron Sigurvinsson í alvarlegu bílslysi við Rauðhóla. Hann var í tíu daga á gjörgæslu en er blessunarlega á batavegi. Við tekur langt og strangt endurhæfingarferli sem mun reyna mikið á bæði hann og fjölskyldu hans.

Knattspyrnufélagið Elliði í samstarfi við Fylki mun halda styrktarleik fyrir Aron næstkomandi föstudag, 23 ágúst. Ægir frá Þorlákshöfn mætir í heimsókn á Würth-völlinn undir flóðljósum klukkan 19:30. Bæði liðin hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppni 4.deildar þetta sumarið.

Frítt verður á völlinn en frjáls framlög eru vel þegin. Frábær tilboð verða á hamborgurum, sælgæti, gosi og öðrum köldum veigum. Í hálfleik verður keppt um bíómiða líkt og þekkist á heimaleikjum Fylkis. Allur ágóði mun renna til Arons.

„Okkur þætti vænt um að sjá sem flesta mæta og styrkja þetta góða málefni!" segir í tilkynningu frá Elliða.

Aron spilaði með Elliða árið 2018 og þar áður með 2. flokki Fylkis. Í fyrra spilaði hann með Fjarðabyggð og Huginn í 2. deildinni. Í byrjun sumars spilaði hann einn leik með Hetti/Huginn í 3. deildinni.

Fyrir þá sem ekki komast á leikinn en vilja leggja sitt af mörkum bendum við á reikning Arons: rkn 315-26-8877 kt 020798-2549
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner