„Mjög kátur. Frábær fyrri hálfleikur hjá okkur og leikurinn var í raun búin eftir 45.mínútur og ég er bara mjög ánægður með þessi þrjú stig."
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 5 Valur
Valsmenn voru frábærir í fyrri hálfleik og kláruðu leikinn í fyrri hálfleik með 5.mörkum.
„Það var uppleggið að mæta klárir hérna, við vissum að Stjarnan verða klárir og við vildum gera þetta betur en þeir. Mætum með gríðarlega mikið power og hraða sem var að skila þessum mörkum í fyrri hálfleik."
Aron Bjarnason og Patrick Pedersen voru frábærir í kvöld en þeir skoruðu báðir tvö mörk í kvöld og voru stanslaust ógnandi.
„Já, þeir voru frábærir í kvöld eins og allir hinir í allt sumar, það eru alltaf einhverjir sem stíga upp og sóknarlega eru þeir að stíga upp og leikmenn sem eru að spila fram á við. Þeir eru að skora og leggja mörk upp en varnarlína og leikmenn inn á miðjunni gerðu frábærlega vel. Þetta er bara samstaða og við verðum bara að halda því áfram."
Valsmenn eru komnir með níu sigurleiki í röð og hljóta menn vera farnir að horfa á titilinn.
„Við vitum allir hvert Valur vill stefna en eina sem við erum að horfa núna er fimmtudagurinn og leikur á móti FH í Kaplakrika."
Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir