Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 21. september 2021 22:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Suarez og Falcao skoruðu báðir í uppbótartíma
Suarez skoraði tvö.
Suarez skoraði tvö.
Mynd: Getty Images
Falcao þegar hann spilaði með Man Utd um árið.
Falcao þegar hann spilaði með Man Utd um árið.
Mynd: Getty Images
Það var heldur betur dramatík í leikjum kvöldsins í spænsku úrvalsdeildinni.

Atletico Madrid lenti í kröppum dansi gegn Getafe á útivelli. Stefan Mitrovic kom Getafe yfir undir lok fyrri hálfleiks og var staðan 1-0 alveg fram á 78. mínútu; þá jafnaði Luis Suarez fyrir Atletico.

Það stefndi í jafntefli, en Suarez var aftur á ferðinni fyrir Atletico áður en flautað var til leiksloka. Lokatölur 1-2 og sigur Atletico staðreynd. Atletico er á toppnum í deildinni, taplaust með 14 stig eftir sex leiki. Getafe er án stiga í næst neðsta sæti.

Celta lagði Levante að velli, 0-2, og Rayo Vallecano vann frábæran útisigur gegn Athletic Bilbao. Þar reyndist Radamel Falcao, fyrrum leikmaður Chelsea og Manchester United, hetja Rayo með marki í uppbótartíma.

Rayo hefur farið mjög vel af stað á tímabilinu og situr í fjórða sæti með tíu stig.

Athletic 1 - 2 Rayo Vallecano
0-1 Alvaro Garcia ('5 )
1-1 Pathe Ciss ('33 , sjálfsmark)
1-2 Radamel Falcao ('90 )

Getafe 1 - 2 Atletico Madrid
1-0 Stefan Mitrovic ('45 )
1-1 Luis Suarez ('78 )
1-2 Luis Suarez ('90 )
Rautt spjald: Carles Alena, Getafe ('74)

Levante 0 - 2 Celta
0-1 Iago Aspas ('66 )
0-1 Roger Marti ('72 , Misnotað víti)
0-2 Brais Mendez ('85 )
Athugasemdir
banner
banner
banner