Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mið 21. október 2020 14:20
Elvar Geir Magnússon
Heimild: KSÍ 
Æfingar meistaraflokka leyfðar en snertingar bannaðar
Frá landsliðsæfingu í Tyrklandi.
Frá landsliðsæfingu í Tyrklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
KSÍ hefur fengið staðfest í dag, miðvikudag, frá heilbrigðisyfirvöldum og ÍSÍ að meistaraflokkar (nánar tiltekið leikmenn fæddir 2004 og fyrr) á höfuðborgarsvæðinu geti æft með skilyrðum.

Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu KSÍ.

Skilyrðin eru þessi:

- Engar snertingar milli einstaklinga.

- 2 metra nándarmörk.

- 20 manns að hámarki í hverju hólfi.

- Allur búnaður sótthreinsaður fyrir og eftir æfingar (boltar og annað).

- Bolta má senda á milli ef ekki snertur á milli með höndum ólíkra aðila.

- Einstaklingar sem ekki eru beinir þátttakendur í æfingunni (aðrir en leikmenn og þjálfarar) skulu nota andlitsgrímur.

- Öðrum hefðbundnum sóttvörnum skal fylgt (ekki hrækja eða snýta, ekki deila vatnsbrúsum, o.s.frv.).
Athugasemdir
banner